Fréttir

Afli í deilistofnum í júlí 2016

5.8.2016

makrillNokkur kraftur hljóp í makrílveiðar íslenskra skipa í júlí og lönduðu íslensk skip 35.632 tonn í mánuðinum. Nær allur aflinn fékkst úr íslenskri lögsögu en 906 tonn fengust úr grænlenskri lögsögu. Makrílafli íslenskra skipa fyrstu sjö mánuði ársins var 39,3 þúsund tonn sem er töluvert minni afli en á sama tíma í fyrra þegar hann nam rúmum 64 þúsund tonnum.

Kolmunnaafli íslenskra skipa í júli var 31 tonn og er kolmunnavertíðinni lokið þetta árið. Heildarafli íslenskra skipa í kolmunna er nú orðinn 161 þúsund tonn sem er 54 þúsund tonnum minni afli en á síðasta ári.

Veiðar á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum eru ekki komnar af stað að neinu marki. Sá afli sem landað var í júlí nam þó rúmlega 15 hundruð tonnum og var það meðafli við makrílveiðar.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica