Fréttir

Eftirlit Fiskistofu og Landhelgisgæslu

28.8.2016

Varðskipið ÞórLíkt og undanfarin ár héldu Fiskistofa og Landhelgisgæslan uppi sameiginlegu fiskveiðieftirliti í sumar. Eftirlitið fór fram dagana 13. til 15. júlí og 2. til 10. ágúst bæði á djúpslóð og grunnslóð umhverfis landið. Farið var með varðskipunum Tý og Þór.  Eftirlitsmenn sinntu í ferðunum eftirliti með afladagbókum, veiðarfærum, aflasamsetningu, hlutfalli smáfisks og öðru sem tilheyrir eftirliti Fiskistofu á sjó.

Alls var farið um borð í 84 báta, þar af 73 báta við handfæraveiðar, 9 við línuveiðar, einn á skötuselsnetum og einn á botnvörpuveiðum. Gerðar voru fjórar brotaskýrslur vegna afladagbókarbrota og enn fremur var 10 skipstjórum leiðbeint á vettvangi um færslur í afladagbók.  Einnig voru tvær brotaskýrslur gerðar vegna brottkasts afla.

Að auki fór fram lengdarmæling í fimm bátum og mældir alls 1013 fiskar. Í einu tilviki kom til skyndilokunar, til verndar smáfiski.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica