Fréttir

Nýjar höfuðstöðvar Fiskistofu

7.10.2016

Í dag, föstudaginn 7. október, opnar Fiskistofa nýjar höfuðstöðvar í Borgum við Norðurslóð á Akureyri. Í samræmi við ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra voru höfuðstöðvar Fiskistofu fluttar til Akureyrar 1. janúar á þessu ári og var starfsemin þá í bráðabirgða húsnæði á 7. hæð í Borgum. Í kjölfar auglýsingaferlis var gengið til samninga við Reiti ehf. um leigu á húsnæði á 3. hæð í sama húsi og þar eru höfuðstöðvar Fiskistofu nú til húsa en leigusamningurinn er til 10 ára.

Alls eru 17 starfsmenn í höfuðstöðvunum í dag en þar af eru 3 starfsmenn Verðlagsstofu skiptaverðs sem fylgdi Fiskistofu í nýja húsnæðið. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði orðnir 19 fyrir lok ársins. Áætlað er að starfsmannafjöldi í höfuðstöðvunum á Akureyri verði rúmlega 30 þegar flutningi verður að fullu lokið.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica