Fréttir

Meiri nýting aflaheimilda fyrstu tvo mánuði fiskveiðiársins en á sama tíma á fiskveiðiárinu 2008/09

17.11.2009

Heildarafli íslenskra skipa í október mánuði var 66.920 tonn. Þetta er nokkuð minni afli en á sama tíma í fyrra þegar aflinn var 93.344 tonn. Botnfiskaflinn var 40.714 tonn sem er 2,3% minni afli en á sama tíma í fyrra þegar aflinn var 41.685 tonn.

Þorskaflinn í október var 15.423 tonn og ýsuaflinn 6.291 tonn. Íslensk skip hafa á tveim fyrstu mánuðum fiskveiðiársins nýtt 19,5% af leyfilegum heildarafla í þorski og 20,2% í ýsu. Á sama tíma í fyrra var nýtingarhlutfallið í þorski 13,4% og ýsu 16,6%. Aflaheimildir í ýsu hafa verið skertar verulega á yfirstandandi fiskveiðiári. Úthlutuð voru 63 þúsund tonn sem er skerðing upp á rúm 30%. Þetta kann að

nyting_aflaheimilda_oct_2009

vera skýringin á því að íslensk fiskiskip hafa nú nýtt fimmtung af leyfilegum heildarafla sínum.

Aflamarksskip hafa nýtt 17,6% af aflaheimildum sínum í þorski sem er nokkuð meira en á sama tíma í fyrra þegar þau höfðu nýtt 15,7% af þorskveiðiheimildum sínum. Nýtingar-hlutfallið er einnig hærra hjá krókaaflamarksbátum á yfirstandandi fiskveiðiári. Krókaaflmarksbátar hafa nú veidd 3.692 tonn af þorski en aflamarkið er 24.999 tonn. Þeir hafa því nýtt 14,8% af aflaheimildum sínum. Á sama tíma í fyrra var nýtingarhlutfallið 11.1%.

Á myndinni hér til hliðar má sjá nýtingarhlutfall í helstu botnfisktegundum síðastliðin þrjú fiskveiðiár, í nokkrum af okkar helstu botnfisktegundum. Um er að ræða samanlagt nýtingarhlutfall í báðum fiskveiðistjórnunarkerfunum af leyfilegum heildarafla.

Það vekur athygli að íslensk fiskiskip hafa nýtt 51,2% af veiðiheimildum í skötusel á tveimur fyrstu mánuði fiskveiðiársins. Þetta er talsvert hærra hlutfall en á undanförnum fiskveiði-árum. Til að mynda var hlutfallið einungis 33.6% á síðasta fiskveiðiári. Veiðitímabilið í skötusel hefur á undanförnum árum verið á sumrin og haustin en svo virðst sem meiri kraftur er nú í veiðunum nú í haust en nyting_krokaaflamark_oct_2009undanfarin ár.

Uppsjávaraflinn í október var 25.663 tonn og samanstóð nær einungis af síld, þar af 23.161 tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum og 2.406 tonn af sumargotssíld. Islensk skip eru langt komin með að nýta að fullu aflaheimildir sínar í norsk-íslenskri síld utan norskrar lögsögu en hafa nýtt rétt tæplega 30% af veiðiheimildum í norskri lögsögu.

Afli í skel- og krabbadýrum var meiri í október sl. en á sama tíma í fyrra. Humaraflinn var 236 tonn samanborið við 33 tonn í fyrra og úthafsrækjuaflinn var 245 tonn en var 39 tonn í október í fyrra. Íslensk skip hafa nú veitt 484 tonn af humri það sem af er fiskveiðiárinu sem er 20,6% af leyfilegum veiðiheimildum í humri. Þetta er mun hærra hlutfall en á undanförnum fiskveiðiárum. Meðal annars var hlutfallið komið upp í 9,1% á síðasta fiskveiðiári og 6% á fiskveiðiarínu 2007/08. Það er því ljóst að íslenskar útgerðir eru farnar að leggja meiri kraft í haustveiðar á humri.nyting_aflaheimilda_oct_2009

Á yfirstandandi fiskveiðiári hafa íslensk veiðiskip nýtt svipað magn í verkefnasjóð sjávarútvegs (vs-afli) og á síðasta fiskveiðiári. Þorskaflinn er nú 344 tonn en var á sama tíma í fyrra 332 tonn. Afli í línuívilnun og undirmálsafli er einnig orðinn meiri, nú en í fyrra. Línuívilnunin er nú 292 tonn í þorski samanborið við 209 tonn í fyrra og undirmálsafli í sömu tegund er orðið 348 tonn en var 315 tonn í fyrra.

Frekar upplýsingar um afla og nýtingu aflaheimilda í ágúst er að finna á meðfylgjandi síðu

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica