Fréttir

Botnfiskur eftir höfnum

Landaður botnfiskur eftir höfnum árin 1993 til 2009

26.1.2010

Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um landað magn af bolfiski eftir höfnum og landsvæðum frá 1993 til 2009.

Á árinu 1993 var 91.475 tonnum landað á höfnum höfuðborgarsvæðisins en í fyrra var landaður afli 131.359 tonn. Þetta er aukning uppá 43,6%. Höfuðborgarsvæðið jók einnig hlutdeild sína á ofangreindu tímabili úr 20,3% í 31,3% af lönduðu heildarmagni botnfisks á landsvísu. Hlutdeild hafna á Norðurlandi eystra hefur minnkað úr 18,4% niður í 11,6% og á Vestfjörðum úr 12,4% niður í 8,6%. Miklar breytingar hafa orðið í lönduðu magni hjá einstaka höfnum.

Í Kópavogi var árið 1993 aðeins einu tonni af slægðum botnfiski landað en á síðasta ári var hins vegar landað 152 tonnum. Umtalsverð aukning hefur einnig orðið á nokkrum öðrum höfnum á ofangreindu tímabili.Hlutfall_botnfisks_landshlutir

Meðal annars jókst landað magn af botnfisk í Djúpavogshöfn úr 3.527 tonnum árið 1993 upp í 8.542 tonn á síðasta ári. Þetta er aukning uppá 142.3%. Á Sauðárkróki er aukningin 380%, úr 2.450 tonnum árið 1993 upp í 11.768 tonn á síðasta ári. Á Hofsósi varð einnig aukning á lönduðu magni á sama tímabili eða úr 337 tonnum í 1.135 tonn á síðasta ári.

Hins vegar hefur orðið samdráttur í löndunarmagni á fjölmörgum stöðum allt í kringum landið. Samdrátturinn hefur numið meira en 90% á nokkrum stöðum auk þess sem löndun hefur lagst af á öðrum. Meðal staða sem hafa þolað mikinn samdrátt er Akranes en þar er samdrátturinn tæp 91% sé litið til breytinga á lönduðu magni á árinu 1993 og á árinu 200landadur_afli_e_landshlutum_hlutfall_breitingar_93_099. Landaður botnfiskafli þar nam 20.833 tonnum árið 1993 en var einungis 1.914 tonn á nýliðnu ári. Samdrátturinn er einnig verulegur á Vopnafirði eða úr 5.787 tonnum árið 1993 niður í 560 tonn í fyrra. Á Reyðafirði var á árinu 1993 landað 3.989 tonnum en á síðasta ári einungis 42 tonnum. Þetta er samdráttur upp á 98,9%. Rétt er að ítreka að hér er einungis horft til landaðs botnfiskafla.

Á ofangreindu tímabili hafa landanir lagst af á nokkrum höfnum. Meðal annars í Djúpuvík á Ströndum. Sömu sögu er að segja um Hafnir á Reykjanesi, Hvalseyjum, Vogum, Vík í Mýr-dal, Búðardal, Hellissandi og Reykhólum.

Í þessari töflu má sjá upplýsingar um landaðan botnfisk eftir höfnum og landsvæðum á tímabilinu frá 1993 til 2009. Fram kemur í töflunni að mestum botnfisk var á síðasta ári landað í Reykjavík, 94.525 tonn. Sú höfn sem kemur næst í magni er Grindavík sem þó er tæplega hálfdrættingur með 36.276 tonn. Árlega síðustu a.m.k sautján ár hefur mestum botnfiskafla verið landað í Reykjavíkurhöfn.Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica