Fréttir

Nýting aflaheimilda

Afli og nýting aflaheimilda: September 2010 - janúar 2011

16.2.2011

Íslensk skip veiddu á fyrstu fimm mánuðum fiskveiðiársins, frá 1. september til 31. janúar, 58.239 tonn af þorski sem er 46% af leyfilegum heildarafla í tegundinni. Þetta er 1,9% meiri afli en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári þegar heildarþorskaflinn var 60.980 tonn eða 48% af leyfilegum heildarafla.

Ýsuaflinn var á fyrstu fimm mánuðum fiskveiðiársins 17.204 tonn og hafa íslensk skip því nýtt 39,1% af leyfilegum heildarafla. Á sama tíma á síðasta fiskveiðiári var ýsuaflinn nokkuð meiri eða 21.885 tonn og höfðu íslensk skip þá nýtt 35,4% af heildaraflanum.

Nokkru minna hefur verið veitt af skötusel það sem af er fiskveiðiársins samanborið við sama tímabil á síðasta fiskveiðiári. Á yfirstandandi fiskveiðiári er búið að veiða 1.411 tonn eða 58,9% af leyfilegum heildarafla samanborið við 1.920 tonn eða 78,5% á síðasta fiskviðiári.

Nýting aflamarks- og krókaaflamarksbáta á aflaheimildum í þorski og ýsu samanborið við síðasta fiskveiðiár

Sé litið til þeirra aflaheimilda sem til ráðstöfunar eru á fiskveiðiárinu, það er að teknu tilliti til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári,mynd_aflamarkskerfi_feb_2011 sérstakra úthlutana auk almennu úthlutunarinnar á grundvelli aflahlutdeilda hafa aflamarksskip nýtt 47,5% af aflaheimildum sínum í þorski sem er svipuð nýting og á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Þorskafli aflamarksskipa á þessu tímabili var 49.491 tonn en á sama tíma í fyrra var hann 50.049 tonn. Krókaaflamarksbátar veiddu á tímabilinu 8.723 tonn af þorski en aflamark fiskveiðiársins er 23.133 tonn. Þeir hafa því nýtt hlutfallslega talsvert minna af aflaheimildum sínum á þessu fiskveiðiári en því síðasta eða 37,3% samanborið við 46,9%. Krókaflamarksbátar hafa það sem af er fiskveiðiári nýtt 88,4% af aflaheimildum sínum í ýsu. Þetta er nokkuð hærra hlutfall en á undanförnum fiskveiðiárum. Meðal annars var hlutfallið 81,5% á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Eflaust er það skerðing á aflaheimildum í ýsu sem er þess valdandi að krókaaflamarksbátar eru langt komnir með aflaheimildirnar.

Krókaaflamarksbátar hafa á fimm fyrstu mánuðummynd_krokaaflamarkskerfi_feb_2010 fiskveiðiársins nýtt rúmlega 43,3% af heildar aflaheimildum sínum umreiknað í þorskígildistonn en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári var hlutfallið 49,4%. Aflamarksskip hafa að sama skapi nýtt 41,9% af aflaheimildum sínum á þessu fiskveiðiári en á síðasta fiskveiðiári var nýtingarhlutfallið hins vegar 42,7%.

Á myndunum hér til hægri má sjá samanburð á nýtingu aflamarks- og krókaaflamarksbáta í helstu nytjategundum fyrsta fimm mánuði síðustu þriggja fiskveiðiára og heildarnýtingu í báðum kerfum umreiknuðu á þorskígildistonn (ath að ef smellt er á myndirnar koma þær fram í fullri stærð).

Lítilsháttar aflasamdráttur í botnfiski en veruleg aukning á uppsjávarafla

Heildarafli íslenska flotans fyrstu fimm mánuði fiskveiðiársins var 449.807 tonn. Þetta er umtalsvert meiri afli en á sama tíma í fyrra þegar hann var 361.876 tonn. Aflaaukningin liggur í aukningu á uppsjávarafla en það sem af er fiskveiðiárinu er uppsjávaraflinn kominn í 258.188 tonn en var á síðasta fiskveiðiári 154.372 tonn. Þetta er tæp 67% aflaaukning. Uppsjávaraflinn samanstendur að mestu af síld eða 143.801 tonn. Þar af er afli úr norsk-íslenska síldarstofninum 102.695 tonn og afli úr íslenska sumargotssíldarstofninum er 41.106 tonn. Loðnuaflinn á yfirstandandi fiskveiðiári er orðinn 82.464 tonn. Íslensk fiskiskip hafa aflaheimildir upp á rúm 252 þúsund tonn.

Botnfiskafli er kominn í 181.452 tonn en var á sama tíma í fyrra 205.087 tonn. Aflasamdráttur í botnfiskaflanum er því 13% þar sem af er fiskveiðiári.

Veruleg aukning í afla skel- og krabbadýraNyting_aflaheimilda_feb_2011

Afli í skel- og krabbadýrum er mun meiri á fyrsta fimm mánuðum yfirstandandi fiskveiðiárs en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Aukning er í flestum helstu tegundum. Afli í úthafsrækjuafla er reyndar svipaður og í fyrra en veiðar á henni voru gefnar frjálsar fyrir þetta fiskveiðiár. Afli á fiskveiðiárinu er kominn í 1.405 tonn en var á sama tíma í fyrra 1.509 tonn. Humarafli er 737 tonn sem er nokkuð meira afli en á sama tíma í fyrra þegar hann var 654 tonn. Íslensk skip hafa því nýtt 35,1% af aflaheimildum sínum í humri. Aukning er einnig í flokknum annar skelfiskur. Í fyrra var aflinn 846 tonn en er nú 1138 tonn. Aukin sókn í sæbjúga skýrir að mestu þessa aukningu en aflinn í þessari tegund er nú 999 tonn en var á sama tíma á síðsta fiskveiðiári 643 tonn. en auk þess eru fleiri tegundir að koma inn en áður.

VS-afli hefur aukist um rúm 5% milli fiskveiðiára

Á fyrstu fimm mánuðum fiskveiðiársins var 925 tonnum landað sem Vs-afla samanborið við 902 tonn á sama tíma á síðastavs_afli_feb_2011 fiskveiðiári en hluti af andvirði þessa afla greiðist í Verkefnasjóð sjávarútvegsins (Vs-afli),. Þrátt fyrir heildaraukningu á Vs-afla er minna landað af þorski sem Vs-afla en á sama tíma í fyrra eða 551 tonnum en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári voru það um 721 tonn. Þetta er rúmlega 23% samdráttur. Hins vegar hefur orðið mikil aukning í ýsu. Nú hefur 159 tonnum verið landað sem Vs-afla en á sama tíma í fyrra voru það 51 tonn.

Afli sem ekki er skráður til aflamarks hlutaðeigandi fiskiskipa vegna svokallaðrar línuívilnunar var á fyrstu fimm mánuðum fiskveiðiársins 2.538 tonn en á sama tíma í fyrra 2.269 tonn. Þetta er tæplega 11,9% aukning.

Minni afli hefur verið skráður sem undirmálsafli á yfirstandandi fiskveiðiári samanborið við sama tímabil á síðasta fiskveiðiári. Reiknaður afli utan aflamarks í kvótategundum jókst hins vegar. Er á yfirstandandi fiskveiðiári 554 tonn samanborið við 396 tonn á síðasta fiskveiðiári.

Á þessari síðu má sjá frekara talnaefni um afla og nýtingu aflaheimilda á yfirstandandi fiskveiðiáriTil baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica