Fréttir

Umframafli á strandveiðum

16.11.2012

Fiskistofa hefur lokið álagningu gjalds vegna umframafla strandveiðibáta á síðustu vertíð. Þegar um strandveiðar ræðir er lagt á gjald sem nemur verðmæti þess afla sem var umfram 650 þorskígildiskíló í veiðiferð, skipt hlutfallslega eftir tegundum. Lagt var á fyrir hvern mánuð fyrir sig og hverjum báti sem lenti í álagningu send tilkynning þess efnis fyrir hvern mánuð.

Alls voru 1.028 slíkar tilkynningar sendar út og nemur upphæð gjaldsins sem lagt var á um 26,5 milljónum kr. sem greiðast í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Þetta er talsverð aukning frá vertíðinni í fyrra en þá voru sendar út 969 tilkynningar og nam samanlögð upphæð gjaldsins þá um 24,7 milljónum kr. Í meðfylgjandi töflu má sjá fjölda báta sem fengu álagningu eftir mánuðum og upphæð þess gjalds sem lagt var á þá og meðalálagningu eftir mánuði.

 

 Mánuður  Fjöldi álagninga  Heildarupphæð álagninga  Meðalálagning/mánuði

 Maí

240 

6.972.220 kr.

29.051 kr.

 Júní

272 

6.717.275 kr.

24.696 kr.

 Júlí

316 

9.317.960 kr.

29.487 kr.

 Ágúst

200

 3.497.582 kr.

 17.488 kr.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica