Fréttir

Samstarf Fiskistofu Íslands og Noregs

1.12.2016

Þann 23. nóvember síðastliðinn var undirritaður samstarfssamningur á milli Fiskistofu og systurstofnunar hennar í Noregi, Fiskeridirektoratet. Um er að ræða endurnýjun samnings sem gerður var á milli stofnananna 2006 en á 10 ára tímabili hafa ýmsar breytingar átt sér stað og tímabært þótti að endurskoða samninginn. Meginþættir samningsins fjalla um miðlun upplýsinga um landanir og eftirlit, samstarf við eftirlit, ásamt miðlun reynslu og þekkingar. Einnig tekur samningurinn á samstarfi stofnananna við fiskveiðistjórnun á alþjóðlegum vettvangi .

Á fundum í tengslum við samningsgerðina kom skýrt fram mikill samhljómur um þá þætti sem samningurinn tekur til og væntingar eru til þess að endurnýjun samningsins styrki enn frekar gott samstarf stofnananna.

Síðastliðið sumar var undirritaður sambærilegur samningur við Veiðieftirlitið Vørn í Færeyjum.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica