Veiðigjald fiskveiðiárin 2016/2017 og 2017/2018
Fiskistofa leggur á veiðgjald skv. lögum nr. 74/2012 um veiðigjöld með síðari breytingum og rennur gjöldið í ríkissjóð. Árlega er svo gefin út reglugerð um fjárhæðir og álagningu:
Reglugerð nr. 580/2016 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2016/2017
Reglugerð nr. 637/2017 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2017/2018I. Heildarupphæð álagðs veiðigjalds fiskveiðiárið 2016/2017
Veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017 | Upphæð |
---|---|
Veiðigjald | 5,7 milljarðar kr. |
Afsláttur (gjaldfrjáls veiði) | 0,2 milljarðar kr. |
Lækkun skv. bráðabirgðaákvæði | 0,9 milljarðar kr. |
Álagt veiðigjald alls | 4,6 milljarðar kr. |
Skýringar við töfluna: 20% asláttur er veittur af fyrstu rúmlega 4,5 m.kr. álögðu veiðigjaldi og 15% afsláttur af næstu 4,5 m. kr. Lækkun gjaldsins um 0,9 milljarða byggist á
reglu sömu gerðar og gilti um rétt til lækkunar á sérstöku veiðigjaldi
áður. Þetta er síðasta árið sem sú regla gildir.
II. Álagt veiðigjald fiskveiðiárin 2016/2017 og 2017/2018 sundurliðað eftir greiðendum
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur mælt fyrir um birtingu á álögðu veiðigjaldi sundurliðuðu eftir sjávarútvegsfyrirtækjum:
Álagt veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017 sundurliðað eftir greiðendum
Veiðigjald
er lagt á mánaðarlega og innheimt í öðrum mánuði eftir það. Skjalið sem
hér birtist uppfærist mánaðarlega og sýnir uppsafnaða álagningu
veiðigjalds eftir gjaldendum:
Staða álagðs veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2017/2018
Þessar skrár eru birtar í almennu upplýsingaskyni - ef frávik reynast vera í þessum upplýsingum frá álagningu á einstök fyrirtæki þá gildir álagningin.
III. Ýmis sundurliðun á veiðigjaldinu
Veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017 sundurliðað eftir útgerðarflokkum og fisktegundum
Veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017 sundurliðað eftir stöðum
Upplýsingar um veiðigjöld fyrri ára