Hlutverk, gildi og framtíðarsýn

Hlutverk, gildi og framtíðarsýn

Hlutverk

Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafs og vatna.

Lykilþættir/meginstoðir í starfsemi Fiskistofu


 • Fiskveiðistjórnun í fremstu röð – áreiðanleg upplýsingagjöf um veiðar og vinnslu, nákvæm og notendavæn úthlutun kvóta, veiting veiðileyfa, aflaskráning og kvótaumsýsla – allt aðgengilegt rafrænt í rauntíma
 • Gagnsæi er grunnstoð í fiskveiðistjórnun Íslendinga og er undirstaða árangurs og trausts í starfsemi Fiskistofu.
 • Skilvirk og gagnsæ stjórnsýsla vegna lax- og silungsveiði
 • Framsækið eftirlit með fiskveiðum og auðlindanýtingu sjávar og vatna – byggt á áhættugreiningu, tæknilausnum, símenntun og samstarfi
 • Hagnýting upplýsingatækni á öllum sviðum starfseminnar.  Markvisst unnið að því að innleiða nýjustu tækni í því skyni að gera þjónustu skilvirkari og eftirlit markvissara.
 • Allur afli rekjanlegur frá veiðum til útflutnings afurða
 • Stuðningur við samkeppnishæfni íslenskra sjávarafurða – skilvirk útgáfa vottorða sem veita aðgang að verðmætustu mörkuðum
 • Virk þátttaka í alþjóðasamstarfi og miðlun fagþekkingar í fiskveiðistjórnun og eftirliti
 • Framsækið og metnaðarfullt starfsfólk er lykill að árangri Fiskistofu


Gildi


Traust

 • Eftirlit og þjónusta, unnin af fagmennsku með jafnræði að leiðarljósi.
 • Sýnum hvert öðru trúnað og traust. Tökum ábyrgð á verkefnum –  veitum stuðning og leiðsögn við að fylgja þeim eftir.


Framsækni

 • Stöðugt umbótastarf. Tækni og þekking nýtt til að ná góðum árangri.
 • Sýnum frumkvæði og styðjum við menntun, framþróun og nýsköpun í starfi.


Virðing

 • Jákvætt viðhorf, heiðarleiki og sanngjörn samskipti.
 • Sýnum hvert öðru virðingu – í orði og í verki.

 

Framtíðarsýn

 • Fiskistofa gætir hagsmuna þjóðarinnar við verndun og ábyrga  nýtingu auðlinda hafs og vatna á framúrskarandi hátt. Skilvirkni og framsækni eftirlits hefur aukist með áhættugreiningu, nýjum tæknilausnum, símenntun og erlendu samstarfi. Almenningur og hagsmunaaðilar hafa mikla tiltrú á árangri af starfi  Fiskistofu.  Áreiðanlegur og vottaður rekjanleiki íslenskra sjávarafurða tryggir íslenskum fiski sérstöðu á alþjóðamarkaði.  Fiskistofa er alþjóðlegur álitsgjafi þegar umræðan snýst um að tryggja ábyrga og sjálfbæra nýtingu fiskistofna.
 • Þjónusta Fiskistofu er hröð, skilvirk, áreiðanleg og rafræn. Fiskistofa rekur öfluga gagnaveitu fyrir almenning og hagsmunaaðila. Upplýsingar eru settar fram með skýrum og notendavænum hætti. Þjónusta við yfirvöld, viðskiptavini og samstarfsaðila fær stöðugt hærri einkunnir í viðhorfskönnunum.  Fiskistofa hefur vakið athygli fyrir öflug tengsl við hagsmunaaðila og markvissa almenna umræðu um málefni sem snúa að nýtingu auðlinda sjávar og vatna.
 • Samfelld góð rekstrarsaga, stöðugar sértekjur, lítið frávik á milli rekstraráætlana og rekstrarreiknings. Vönduð ákvarðanataka um útgjöld ásamt skýrri upplýsingagjöf hafa aukið virðingu og traust á stofnuninni. Upplýsingatækni er nýtt á skilvirkan hátt til að kostnaðargreina verkefni og auka gegnsæi. Árangursríkri innleiðingu á lögum um opinber fjármál er lokið.
 • Fiskistofa er þekkt fyrir sjálfvirka og rafræna þjónustu, framúrskarandi aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum, gagnsæi og hagnýtingu upplýsinga til áhættugreiningar og eftirlits. Búið er að endurhanna innri og ytri högun upplýsingatæknikerfa í takti við þar sem best gerist. Markvisst hefur verið unnið í þróun ferla og kerfa í átt að aukinni sjálfvirkni. Virk gæðahandbók er í gildi sem þróast með breytingum stofnunarinnar. Þannig er varðveitt þekking og verklag tryggt sem stuðlar að betri þjónustu og grunnur lagður að framförum innan stofnunarinnar. Áhersla er á upplýsingagjöf, forvarnir og fræðslu í samstarfi við hagsmunaaðila. Með árangursstjórnun og reglulegu sjálfsmati höfum við fest menningu stöðugra umbóta í sessi.
 • Fiskistofa er í fremstu röð meðal stofnana sem vinnustaður þar sem starfsfólk hlakkar til að koma í vinnuna og leggja sig fram. Fiskistofa getur valið úr hæfum umsækjendum í þau störf sem losna og miðlun þekkingar á milli starfsmanna er áberandi sérkenni. Starfsmannahópurinn er samheldinn, metnaðarfullur og vinnur markvisst í anda gildanna. Gleði er ríkjandi þáttur þar sem allt starfsfólk leggur sitt á vogarskálirnar. Starfsmenn og stjórnendur fá og veita reglulega endurgjöf og launakjör eru samkeppnishæf við það sem best gerist hjá ríkinu.Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica