Gæðastefna

Gæðastefna Fiskistofu

Gæðastefna Fiskistofu nær til allra þátta starfseminnar og hefur það að markmiði að tryggja að öll verkefni sem stofnunin annast séu unnin af fyllstu kostgæfni, fagmennsku og heiðarleika. Gæðastefnan er skráð og staðfest í sérstakri gæðahandbók og ber stjórnendum og starfsfólk að þekkja stefnuna og fylgja henni í störfum sínum.


  • Fiskistofa leitast við að rækja stjórnunar- og eftirlitshlutverk það sem henni er falið lögum samkvæmt þannig að staðfesta sé í túlkun leikreglna á sviði fiskveiða og fiskeldis og gott eftirlit sé með að eftir þeim sé farið.

  • Fiskistofa leggur áherslu á að veita góða þjónustu þar sem unnið er eftir skilgreindum verkferlum og leitast ávallt við að leysa úr erindum á öruggan og skjótan hátt og að veita áreiðanlegar upplýsingar. Fiskistofa leggur metnað sinn í að allir þeir sem hún hefur samskipti við fái viðmót sem einkennist af sanngirni, háttvísi og fagmennsku.

  • Fiskistofa leggur metnað sinn í að hafa jafnan á að skipa hæfu og vel menntuðu starfsfólki. Fiskistofa stuðlar að símenntun starfsmanna, ánægju og vellíðan í starfi ásamt tækifærum til starfsþróunar í samræmi við hæfni og dugnað.

  • Fiskistofa leggur áherslu á að rekstur stofnunarinnar sé eins hagkvæmur og unnt er og í samræmi við fjárheimildir á hverjum tíma.


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica