Jafnréttisstefna

Jafnréttisáætlun 2017-2020

Markmið


Markmið jafnréttisáætlunar Fiskistofu er að koma á og tryggja fyllsta jafnræðis á milli
kvenna og karla í starfsemi og rekstri stofnunarinnar auk þess að stuðla að því að allir
starfsmenn fái notið sín í starfi á jafnréttisgrundvelli án tillits til kynferðis, fötlunar,
þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, stjórnmálaskoðana, trúar, kynhneigðar eða annarra
slíkra persónubundinna atriða. Jafnréttisáætlunin nær til allra starfsmanna Fiskistofu og
ber sérhverjum starfsmanni að framfylgja henni.

Fiskistofustjóri ber ábyrgð á jafnréttisáætlun Fiskistofu og að eftir henni sé farið í
hvívetna. Áætlunin gildir 2017-2020 en skal þó endurskoðuð eftir atvikum.

Fiskistofa kappkostar að fara í hvívetna að ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla og öðrum lögum og reglum sem þýðingu hafa hvað
varðar jafnrétti og jafnræði.

Helstu stefnumið Fiskistofu í jafnréttismálum eru:


Að mismuna ekki á grundvelli ofangreindra atriða
  o við ráðningar í störf eða við ákvarðanatöku um framgang í starfi.
  o við ákvarðanir launa og annarra starfstengdra kjara.
  o við ákvörðun um símenntun.

Að stuðla að jafnvægi í hlutföllum kynja í stjórnunarstörfum, nefndum,
starfshópum og almennum störfum eftir því sem aðstæður leyfa.

Að gera starfsmönnum kleift að samræma starfsskyldur sínar og fjölskyldulíf
eins og kostur er.

Að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma eftir því sem við verður komið miðað
við eðli starfs hverju sinni.

Að tryggja starfsmönnum vinnuumhverfi þar sem mismunun á grundvelli
annarra ofannefndra atriða er ekki til staðar og einelti, kynferðisleg áreitni,
kynbundin áreitni eða annars konar ofbeldi er ekki liðið.

Að mismuna starfsmönnum ekki á nokkurn hátt á grundvelli kynferðis, fötlunar,
trúarbragða, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, stjórnmálaskoðana, kynhneigðar
eða annarra persónubundinna atriða.

Orðræða sem byggist á viðhorfsvanda gagnvart öðrum er ekki liðinn.

Ráðningar og auglýsingar
Starfsauglýsing skal að öllu jöfnu höfða til umsækjenda af báðum kynjum. Heimilt er
að hvetja annað kynið sérstaklega til að sækja um auglýst starf, eða jafnvel auglýsa
eingöngu eftir öðru kyninu, ef tilgangurinn er að jafna hlut kynjanna innan ákveðins
starfshóps.
Ávallt skal þess gætt að umsækjandi sem metinn er hæfastur til að gegna starfi sé
ráðinn.


Framkvæmd:
Áður en störf eru auglýst til umsóknar skal ávallt gera starfsgreiningu sem felst í lýsingu
á starfi, kröfum til þess og kjörum. starfslýsingu, starfskröfur og starfskjör. Starfsviðtöl
hjá Fiskistofu eru stöðluð að meginstofni til.


Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Laus störf standi bæði konum og körlum til boða Almennt skal auglýsing opin báðum kynjum og þess gætt að kröfur hamli ekki umsóknum frá öðru kyninu. Kanna skal hvort grípa skuli til tímabundinna aðgerða til að fjölga konum í starfi veiðieftirlits­manna þar sem það hallar verulega á fjölda kvenna þar.

Mannauðs- og fjármálastjóri og viðkomandi sviðsstjóri hverju sinni.

Fiskistofustjóri ber ábyrgð varðandi yfirstjórn.

Apríl 2017 og eftirleiðis.

Kjör starfsmanna
Við ákvörðun launa og annarra starfskjara skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað,
né heldur að önnur ólögmæt mismunun eigi sér stað á grundvelli fyrrgreindra atriða.
Konur og karlar skulu njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.
Jafnræðis skal gætt við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum, veitingu tækifæra til að
axla ábyrgð og ákvarðana varðandi framgang í störfum og uppsagnir.


Framkvæmd:
Kjara- og stofnanasamningar eru grundvöllur að ákvörðunum launa. Verði talið að
launamismunun sé til staðar og/eða annars konar mismunun er varðar réttindi
starfsfólks skal fiskistofustjóri sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið þar
til grundvallar en grípa ella til viðeigandi ráðstafana ef þörf krefur.


Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

 

 

Jafnræðis skal gætt við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum, veitingu tækifæra til að axla ábyrgð og ákvarðana um framgang í störfum og uppsagnir.

Innleiðing á jafnlaunastaðli:

Greina hlunnindi, t.d. síma, nettengingu, fasta yfirvinnu, úthlutun verkefna sem leiða til sérstakra hlunninda, svo sem dagpeninga o.fl.

 

Greina stöðuna í starfsþróunarsamtölum. Spyrja spurninga í mánaðarlegri könnun.

Hafa þessi atriði í huga við úthlutun verkefna og samsetningu starfshópa.

Mannauðs- og fjármálastjóri

 

 

Sviðsstjórar

 

 

 

 

Fiskistofustjóri

2019-2020

 

 

 

2018

 

 

 

2017

Símenntun
Konur og karlar skulu njóta sömu möguleika og hvatningar til símenntunar, s.s. til að
sækja námskeið í því skyni að auka hæfni sína í starfi eða til að viðhalda menntun sinni.


Framkvæmd:

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Konur og karlar njóti sömu möguleika til  símenntunar

Gerð verður starfsþróunarstefna.

 

Gerð verður símenntunaráætlun til þriggja ára.

 

Stjórnendur ígrundi reglulega hvort kynjahalli sé á námskeiðs-/ráðstefnubeiðnum sem þeir samþykkja eða hvatningu til símenntunar.

Mannauðs- og fjármálasatjóri.

 

Mannauðs- og fjármálastjóri.

 

 

Viðkomandi stjórnendur.

 

Vinna hafin, tilbúin í júní 2017.

Des. 2017.

 

 

 

Við undirbúning starfsþróunarsamtala ár hvert.

Stjórn og skipulag
Gefa skal báðum kynjum jöfn tækifæri til þátttöku í stjórnun og stefnumótun Fiskistofu.
Tryggja skal að bæði kynin njóti sömu möguleika á að starfa í nefndum og hópum sem
Fiskistofa tilnefnir í eða sem settir eru upp innan Fiskistofu. Jafnframt skal þess gætt
að bæði kynin fái tækifæri til að axla ábyrgð og koma að ákvarðanatöku hjá stofnuninni.


Framkvæmd:
Þegar skipað er í teymi, hópa eða nefndir innan Fiskistofu skal tilnefna fulltrúa af
báðum kynjum, ef þess er kostur. Verði því ekki við komið skal sá sem tekur ákvörðun
um skipun leggja fram rökstuðning fyrir skekktu kynjahlutfalli ef þess er óskað.
Fiskistofustjóri skal tryggja báðum kynjum jöfn tækifæri til þátttöku í stjórnun og
stefnumótun Fiskistofu sem og jafna möguleika til að starfa í nefndum og hópum hjá
stofnuninni. Skal fiskistofustjóri, og eftir atvikum sviðsstjórar, velja starfsmenn jafnt af
báðum kynjum í formennsku fyrir starfshópa og í önnur stjórnunarleg verkefni svo
jafnræði sé með kynjum í stjórnun og leiðtogahlutverkum.


Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Bæði kynin hafi jöfn tækifæri til þátttöku í stjórnun og stefnumótun Fiskistofu eftir því sem frekast er unnt.

Tryggja að bæði kynin njóti sömu möguleika á að starfa í nefndum og hópum sem Fiskistofa tilnefnir í eða sem settir eru upp innan Fiskistofu.

Bæði kynin fái tækifæri til að axla ábyrgð og koma að ákvarðanatöku hjá stofnuninni.

Huga verður að kynjasamsetningu er starfshópar eru skipaðir. Ef auglýst er eftir aðilum í hópana, skal leitast við að hafa starfsmenn af báðum kynjum og hvetja starfsmenn af hinu kyninu til að bjóða sig fram, bjóði annað kynið sig eingöngu fram.

 

 

Fiskistofustjóri. 2017-2020.

Samræming vinnu og einkalífs
Starfsfólki skal, að svo miklu leyti sem það er unnt, gefinn kostur á að samræma
starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með gagnkvæmum sveigjanleika í
vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu.


Framkvæmd:
Á Fiskistofu er ákveðinn sveigjanleiki á vinnutíma flestra starfsmanna sem gerir
starfsmönnum auðveldara um vik að samræma vinnu og einkalíf. Forðast er að hafa
fundi á öðrum tíma en hefðbundnum vinnutíma starfsmanna. Starfsmönnum er gert
kleift eftir því sem unnt er að minnka við sig vinnu tímabundið vegna
fjölskylduábyrgðar, svo sem vegna umönnunar barna eða fjölskyldumeðlima.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Starfsfólki sé gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.

 

Farið verður í þróunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar.

 

Leitað verður leiða til að jafna álag á milli starfsmanna/sviða með það að markmiði að starfsmenn upplifi sem minnsta streitu.

 

Boðið verður uppá fyrirbyggjandi námskeið varðandi streitu.

 

Leitast verður áfram við að gera starfsfólki kleift að vinna heima ef aðstæður kalla á það og verkefnin henta. Skilgreina skal hvenær það á við og er heimilt.

 

Áfram verður foreldrum leik- og grunnskólabarna heimilt að sækja fundi/kynningar í grunnskólum án þess að bæta vinnutímann upp síðar.

 

Áfram verður leitað leiða að taka tillit til sérstakra aðstæðna veiðieftirlitsmanna s.s. vegna mikillar fjarveru frá heimili o.fl.

 

Áfram verður leitast við að verða við beiðnum um að minnka starfshlutfall þegar styttist í starfslok.

 

Starfsmenn búi við sveigjanlegan vinnutíma.

Fiskistofustjóri/mannauðs- og fjármálastjóri

 

Fiskistofustjóri/sviðsstjórar

 

 

Mannauðs- og fjármálastjóri

 

Fiskistofustjóri/sviðsstjórar

 

 

 

 

 

Fiskistofustjóri/sviðsstjórar

 

 

 

Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs og deildarstjórar

 

 

Fiskistofustjóri/mannauðs- og fjármálastjóri

 

Fiskistofustjóri/sviðsstjórar

Maí til desember 2017

 

2018

 

 

 

 

2017/2018

 

 

Lok árs 2017

Ofbeldi, einelti og áreitni
Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu, það sæti ekki yfirgangi,
áreitni af neinu tagi eða annarri hegðun sem særir sómatilfinningu viðkomandi, hvorki
af hálfu samstarfsfólks né viðskiptavina. Fordómar, mismunun og félagsleg útskúfun
eru litin alvarlegum augum af hálfu Fiskistofu. Kynbundin og kynferðisleg áreitni,
einelti og önnur gróf áreitni líðst ekki á Fiskistofu.


Framkvæmd:
Fordómar, einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni, og önnur áreitni í garð
samstarfsfólks verður ekki liðin á nokkurn hátt hjá Fiskistofu. Þeir starfsmenn sem
verða fyrir einelti, kynbundinni, kynferðislegri eða annarri áreitni eða vita til þess að
aðrir starfsmenn hafi orðið fyrir slíku, skulu leita til yfirmanns sem það kýs helst. Við
meðferð slíkra mála er sérstaks trúnaðar gætt. Slíkum málum er ekki framhaldið nema
með samþykki meints þolanda. Kynbundin eða kynferðisleg áreitni, einelti eða annað
ofbeldi varðar áminningu eða brottrekstri úr starfi. Unnið skal eftir stefnu og
viðbragðsáætlun úr Gæðahandbók Fiskistofu „Stefna í málum er varða einelti,
kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni“ og „Viðbragðsáætlun vegna eineltis,
kynferðislegrar áreitni og kynbundinnar áreitni“.

Vinnu lokið 19.4.2017


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica