Starfsmannastefna

Starfsmannastefna

Fiskistofu er ljóst að starfsfólkið er grunnurinn að góðum árangri og leggur því áherslu á:


 • Markvissa starfsmannastjórnun sem tekur mið af þörfum stofnunarinnar en hlúir jafnframt að velferð starfsfólks.

 • Að Fiskistofa sé og verði áhugaverður og aðlaðandi vinnustaður sem býr vel að starfsfólki, býður því samkeppnishæf starfskjör, greiðan aðgang að upplýsingum og símenntun sem stuðlar að jákvæðri starfsþróun innan stofnunarinnar.

 • Að Fiskistofa sé skipuð hæfu og áhugasömu starfsfólki sem ástundar markviss og vönduð vinnubrögð, tekur sanngjarnar og skýrar ákvarðanir og sýnir ábyrgð og frumkvæði í starfi.

 • Að starfsfólk sýni viðskiptavinum stofnunarinnar vinsamlegt viðmót, gæti jafnræðis og sanngirni við afgreiðslu mála og hafi næga þekkingu og upplýsingar til að geta leyst störf sín vel af hendi.

 • Að Fiskistofa sé fjölskylduvænn vinnustaður og að gott samræmi sé milli vinnu og einkalífs með gagnkvæmum sveigjanleika.

 • Að starfsfólkið sjálft leggi sig fram um að skapa góðan vinnustað og starfsanda þar sem vellíðan, heilbrigði og gagnkvæm virðing er höfð í fyrirrúmi.


Til að framfylgja starfsmannastefnu Fiskistofu er meðal annars gert eftirfarandi:


 • Á stofnuninni er starfsmaður sem ber ábyrgð á mannauðsmálum.

 • Fiskistofa hefur ítarlega starfsmannahandbók sem er endurskoðuð reglulega og er aðgengileg öllum starfsfólki á innri vef stofnunarinnar.

 • Fiskistofa hefur siðareglur sem starfsfólki ber að þekkja og fara eftir.

 • Vandað er til ráðninga nýrra starfsmanna.

 • Fiskistofa stendur vel og skipulega að móttöku nýliða og nýliðafræðslu.

 • Fiskistofa hefur skýrar starfslýsingar fyrir hvert starf og eru þær uppfærðar reglulega.

 • Starfsmannasamtöl eru haldin reglulega.

 • Viðhorfskannanir meðal starfsfólks Fiskistofu eru gerðar þegar þurfa þykir og sérstakt tilefni er til.

 • Fiskistofa hefur virka fræðslustefnu.

 • Fiskistofa reynir eftir fremsta megni að tryggja markvisst flæði upplýsinga til starfsfólks, meðal annars með því að nota innri vef á skipulegan hátt og með því að halda almenna starfsmannafundi reglulega og þegar tilefni er til

 • Fiskistofa hefur skjalfesta jafnréttisstefnu.
Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica