Starfsmannastefna

Mannauðsstefna Fiskistofu

Fiskistofa er í fremstu röð meðal stofnana sem vinnustaður þar sem starfsfólk hlakkar til að koma í vinnuna og leggja sig fram. Fiskistofa getur valið úr hæfum umsækjendum í þau störf sem losna og miðlun þekkingar á milli starfsmanna er einkennandi. Starfsmannahópurinn er samheldinn, metnaðarfullur og vinnur markvisst í anda gilda Fiskistofu. Gleði er ríkjandi þáttur þar sem allt starfsfólk leggur sitt á vogarskálarnar. Starfsmenn og stjórnendur fá og veita reglulega endurgjöf og launakjör eru samkeppnishæf við það sem best gerist hjá ríkinu.


 • Að Fiskistofa sé áhugaverður og aðlaðandi vinnustaður sem býr vel að starfsfólki, býður því samkeppnishæf starfskjör og ekki mælist kynbundinn launamunur. Fiskistofa hvetur til símenntunar og nýsköpunar sem stuðlar að starfsþróun innan stofnunarinnar. Allir starfsmenn eru meðvitaðir um sinn þátt í að viðhalda ánægju á vinnustaðnum og leggja sitt af mörkum. 
 • Markvissa mannauðsstjórnun sem tekur mið af þörfum stofnunarinnar en hlúir jafnframt að velferð starfsfólks. Stjórnendur skilgreina markmið og miðla væntingum til starfsmanna. Meginreglan er að veita markvissa styrkjandi endurgjöf. Stjórnendur skorast ekki undan að veita endurgjöf þegar þörf er á því. 
 • Faglegt ráðningarferli þar sem starfsfólk er valið eftir fyrirfram skilgreindum hæfnisþáttum og hversu vel það samræmist gildum Fiskistofu trausti, framsækni og virðingu. 
 • Að Fiskistofa sé skipuð hæfu og áhugasömu starfsfólki sem ástundar markviss og vönduð vinnubrögð og sýnir ábyrgð og frumkvæði í starfi. • Að á Fiskistofu sé ríkjandi menning fyrir teymisvinnu og þekkingarmiðlun og starfsfólk leitast við að auka þekkingu sína, sér í lagi á sínu starfssviði og sé jákvætt fyrir nýjungum. 
 • Að á Fiskistofu sé frjór jarðvegur nýsköpunar og tækniframfara sem skili sér í þróun nýrra og skilvirkra vinnuaðferða. 
 • Að starfsfólkið sjálft leggi sig fram um að skapa góðan vinnustað og starfsanda þar sem vellíðan, heilbrigði og gagnkvæm virðing er höfð í fyrirrúmi. 
 • Að Fiskistofa sé fjölskylduvænn vinnustaður og að gott samræmi sé milli vinnu og einkalífs með gagnkvæmum sveigjanleika. 
 • Lögð er áhersla á heilsueflingu starfsmanna. Að líkamlegt og andlegt atgervi starfsmanna sé á þann veg að þeir séu í stakk búnir til að sinna störfum sínum og til þátttöku á vinnustað.


Til að innleiða og viðhalda mannauðsstefnu Fiskistofu er meðal annars eftirfarandi gert:


1. Samvera 

 • Hvatt er til samtals um málefni vinnustaðarins og heiðarlegri endurgjöf frá starfsmönnum fagnað. 
 • Haldnir eru starfsdagar a.m.k. tvisvar sinnum ár hvert. 
 • Áhersla er lögð á gott flæði upplýsinga, meðal annars með því að nota FB workplace, starfsdaga, skjalakerfið, fundi og gæðahandbók. 
 • Rými er veitt til að starfsfólk geti glatt samstarfsfélaga og stutt er við uppákomur sem stuðla að jákvæðum vinnustaðarbrag. 
 • Hlúð er að æskilegum samskiptavenjum og framkomu og stjórnendur eiga að vera þar fyrirmynd. 

2. Styrkir

 • Gott samstarf við starfsmannafélagið og það styrkt fjárhagslega. 
 • Veittir styrkir til líkamsræktar. 
 • Veitt svigrúm á vinnutíma til líkamsræktar. 
 • Samgöngusamningur er í boði fyrir starfsfólk. 

3. Stjórnun 

 • Fiskistofa hefur skýrar starfslýsingar fyrir hvert starf og eru þær uppfærðar a.m.k. árlega 
 • Starfsþróunarsamtöl eða annað form sem styður við starfsþróun, umræðu um frammistöðu og endurgjöf eru haldin eigi sjaldnar en árlega. 
 • Vandað er til ráðninga nýrra starfsmanna. 
 • Fiskistofa stendur vel og skipulega að móttöku nýliða og nýliðafræðslu. 
 • Fiskistofa hefur virka símenntunarstefnu eftir starfshópum og starfsmenn halda formlega utan um þá símenntun sem þeir sækja sér.

4. Reglur, ferlar og viðmið 

 • Fiskistofa hefur ítarlega starfsmannahandbók sem er endurskoðuð reglulega. 
 • Fiskistofa hefur siðareglur sem starfsfólki ber að þekkja og fara eftir. 
 • Skrásett viðveru- og heilsustefna er í gildi hjá Fiskistofu. 
 • Fiskistofa hefur skjalfesta jafnréttisstefnu. 
 • Hjá Fiskistofu er í gildi metnaðarfull launastefna. 
 • Viðhorfskannanir meðal starfsfólks Fiskistofu eru gerðar eigi sjaldnar en annan hvern mánuð. 
 • Fiskistofa er áfram framsækin á sviði þróunar á vinnutíma og fylgist með nýjungum um tilhögun vinnuskyldu og viðveru. Hér er t.d. átt við sveigjanlegan vinnutíma, vinnutímastyttingu og heima- eða fjarvinnu. 
 • Þegar starfslok nálgast vegna aldurs leitast Fiskistofa við að verða við beiðnum sem kunna að auðvelda þær breytingar s.s. lækkað starfshlutfall.


Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica