Starfsemi
Yfirstjórn Fiskistofu er í höndum fiskistofustjóra. Að öðru leyti byggist starfsemin upp af þremur kjarnasviðum og tveimur stoðsviðum.
Kjarnasviðin eru lax- og silungsveiðisvið, veiðieftirlitssvið og þjónustu- og upplýsingasvið.
Stoðsviðin eru upplýsingatæknisvið og mannauðs- og fjármálasvið.
Höfuðstöðvar Fiskistofu fluttust til Akureyrar frá Hafnarfirði 1. janúar 2016. Þær eru í Borgum á Akureyri en starfsstöðvar eru á fimm öðrum stöðum á landinu, þ.e. í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Ísafirði og Höfn í Hornarfiði.
Afgreiðsla og póstfang Fiskistofu verður enn um sinn í Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 569 7900.
Hægt er að kynna sér nánar starfsemi á kjarnasviðum og í starfsstöðvum Fiskistofu með því að velja tenglana hér til vinstri.
Upplýsingar um innra starf Fiskistofu
Upplýsingablað um Fiskistofu - hlutverkið, starfsemin, stefnumál