Lax- og silungsveiðisvið

Um lax- og silungsveiðisvið

Meginhlutverk lax- og silungsveiðisviðs er að stuðla að sjálfbærri nýtingu laxfiska í ám og vötnum og vernda búsvæði þeirra í samvinnu við eigendur veiðiréttar og veiðifélög. Helstu verkefni sviðsins eru að skrásetja ár, vötn eigendur veiðiréttar, rétthafa silungsveiða í sjó og setja reglur um slíkar veiðar. Sviðið á að stuðla að uppbyggingu veiðifélaga og meðhöndla mál sem upp kunna að koma vegna þeirra.

Lax- og silungsveiðisvið sér um útgáfu rannsóknaleyfa og veiðiskírteina vegna rannsókna í fersku vatni og safnar skýrslur um veiði laxfiska í samvinnu við Veiðimálastofnun. Sviðið heimilar merkingar á laxfiskum og heldur utan gagnabanka um merkingar. Jafnframt sér sviðið um að veita undanþágur vegna óhefðbundinna veiða, heimildir vegna framkvæmda við ár og vötn og skipun eftirlitsmanna með lax- og silungsveiði.

Jafnframt er sviðið tengiliður við Laxverndarstofnunina (NASCO), ferskvatnsveiðinefnd Sameinuðu þjóðanna (EIFAC) og ferskvatnsnefnd Hafrannsóknarráðsins (ICES).

Sviðsstjóri er Guðni Magnús Eiríksson.


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica