Veiðieftirlitssvið

Veiðieftirlitssvið

Veiðieftirlitssvið hefur eftirlit með veiðum íslenskra og erlendra skipa í íslenskri lögsögu og veiðum íslenskra skipa utan lögsögunnar. Sviðið fylgist með að afli sé rétt veginn og skráður.

Veiðieftirlitssvið sinnir útgáfu vigtunarleyfa til endurvigtunar eða heimavigtunar sjávarafla og útgáfu vinnsluleyfa til skipa sem vinna afla um borð. Önnur verkefni sviðsins eru að fylgjast með veiðarfærum og búnaði fiskiskipa, gildi veiðileyfa og færslu afladagbóka. Veiðieftirlitsmenn hafa eftirlit með tegunda- og stærðarsamsetningu afla og gera tillögur um lokun veiðisvæða með það að markmiði að vernda smáfisk og koma í veg fyrir skaðlegar veiðar. Sviðið hefur einnig eftirlit með veiðum, vinnslu og nýtingu um borð í vinnsluskipum og að afurðir vinnsluskipa séu rétt uppreiknaðar til aflamarks. Þá hafa starfsmenn sviðsins eftirlit með föngun, vigtun og skráningu á þorski til áframeldis. Auk þess sinnir sviðið eftirliti með útflutningi óunnins afla í gámum og með fiskiskipum og eftirliti með fiskflutningum innanlands.

Sviðið rannsakar brotamál og undirbýr til lögfræðisviðs sem tekur ákvarðanir um beitingu stjórnsýsluviðurlaga og/eða kærur til lögreglu. Í störfum sínum á sviðið samskipti og samstarf við Landhelgisgæsluna, Hafrannsóknastofnun og Tollstjóra sem og við erlend fiskveiðistjórnvöld og fjölþjóðlegar stofnanir á því sviði.

 

Sviðsstjóri er Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir


Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica