Störf í boði
Laus eru starf forritara á Akureyri og starf gagnagreinis á Akureyri eða Vestmannaeyjum. Umsóknarfrestur beggja starfa er til 25. janúar nk. Sjá nánar hér að neðan.
Fiskstofa óskar eftir metnaðarfullum forritara í fullt starf á Akureyri
Vegna aukinna umsvifa leitum við eftir hressum liðsfélaga í góðan hóp forritara hjá Fiskistofu. Ef þú hefur áhuga á nýsmíði og nýjungum í upplýsingatækni þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.
Helstu verkefni:
- Greining og þróun nýrra upplýsingatæknikerfa
- Þátttaka í því að koma upplýsingatæknimálum Fiskistofu í fremstu röð
- Framþróun á veflausnum
- Þátttaka í ýmsum verkefnum á sviðinu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegu námi
- Starfsreynsla við hugbúnaðargerð
- Haldbær þekking og reynsla í C#, .NET, REST og SQL
- Þekking og reynsla í bakenda- og framendaforritun (full stack)
- Þekking og reynsla af gagnagrunnum
- Brennandi áhugi á hugbúnaðargerð
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Frumkvæði, drifkraftur og skipulagshæfni
- Hæfileiki til að vinna sjálfstætt og í teymi
Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigurjón Friðjónsson, sviðsstjóri upplýsingartæknisviðs og/eða Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri mannauðs og fjármála í síma 5697900
Ferilskrá á íslensku sem hefur m.a. að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila sem og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi umsækjanda í starfið er rökstudd sendist í gegnum Starfatorg hér að neðan:
Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2021.
Um Fiskistofu
Fiskistofa
hefur það meginhlutverk að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra nýtingu auðlinda hafs
og vatna. Stofnunin er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast
stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, hvalveiða
o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka.
Fiskistofa sinnir eftirliti sínu við fisksveiðistjórnun á sex starfsstöðvum á Íslandi. Fjöldi starfsfólks Fiskistofu er rúmlega 60 og eru gildi þess traust, framsækni og virðing. Nánari upplýsingar má finna á www.fiskistofa.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Viltu hjálpa okkur að hagnýta auðlindirnar okkar á sem markvissastan hátt?
Fiskistofa leitar eftir árangursdrifnum sérfræðingi í höfuðstöðvar sínar á Akureyri eða starfstöð Fiskistofu í Vestmanneyjum. Viðkomandi mun hafa umsjón með og sinna greiningu á gögnum í gagnagrunnum Fiskistofu til að nota við veiðieftirlit stofnunarinnar og við framsetningu gagna á vef Fiskistofu. Starfið heyrir undir veiðieftirlitssvið þó starfið verði að hluta til þvert á stofnunina. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á áhuga örri þróun starfshátta og vinnubragða.
Helstu verkefni:
- Greining gagna úr gagnagrunnum Fiskistofu til notkunar við veiðieftirlit
- Tölfræðigreining úr gagnagrunnum Fiskistofu
- Framsetning gagna úr gagnakeyrslum og greiningar (Data visual)
- Þátttaka
í innleiðingu á PowerBI verkfærum innan sviðsins og hjá Fiskistofu í heild
- Bæta framsetningu á upplýsingum og greiningum á vef Fiskistofu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkfræði, tölvunarfræði, tölfræði, stærðfræði eða hagfræði skilyrði. Framhaldsnám á meistarastigi kostur
- Að minnsta kosti 2ja ára starfsreynsla af sambærilegum verkefnum er æskileg
- Þekking á vensluðum gagnagrunnum og færni í SQL fyrirspurnarmálinu skilyrði
- Sterk tök á tölfræði forritum (R eða Python) við greiningu á gögnum og þróun á líkönum skilyrði
- Þekking á BI tólum sem og geta til að miðla flóknum upplýsingum með skýrum hætti
- Þekking á sjávarútvegi og áhættugreiningu er kostur
- Sjálfstæði, metnaður og nákvæm vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni er skilyrði
Nánari upplýsingar um störfin veitir Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðsstjóri Veiðieftirlitssviðs og/eða Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri mannauðs og fjármála í síma 5697900
Ferilskrá á íslensku sem hefur m.a. að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila sem og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi umsækjanda í starfið er rökstudd sendist í gegnum Starfatorg hér að neðan:
Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2021.
Um Fiskistofu
Fiskistofa hefur það meginhlutverk að gæta hagsmuna þjóðarinnar við
sjálfbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Stofnunin er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem
annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði,
hvalveiða o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka.
Fiskistofa sinnir eftirliti sínu við fisksveiðistjórnun á sex starfsstöðvum á Íslandi. Fjöldi starfsfólks Fiskistofu er rúmlega 60 og eru gildi þess traust, framsækni og virðing. Nánari upplýsingar má finna á www.fiskistofa.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.