Störf í boði

Störf í boði

Hér  að neðan eru upplýsingar um starf verkefnastjóra þróunar og gæðamála og störf veiðieftirlitsmanna

Verkefnastjóri þróunar og gæðamála

Fiskistofa leitar eftir fjölhæfum aðila til að sinna verkefnastjórnun og gæðamálum. Leitað er að jákvæðum einstaklingi með afburða skipulagshæfni, drifkraft og frumkvæði og hefur áhuga á að starfa í fjölbreyttum verkefnum þvert á stofnunina.

Starfsstöð er á Akureyri og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing. 

Helstu verkefni:

 • Verkefnastýring og aðkoma að innleiðingu breytinga.
 • Ábyrgð og yfirumsjón með gæðamálum Fiskistofu
 • Aðstoð og ráðgjöf við stjórnendur í fjölbreyttum verkefnum.
 • Umsjón með umbóta- og þróunarstarfi Fiskistofu.
 • Umsjón með framkvæmd úttekta á gæðakerfi.  

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi skilyrði.
 • Þekking og/eða reynsla af verkefnastjórnun.
 • Þekking og/eða reynsla af gæðamálum. 
 • Mjög góð reynsla af hagnýtingu upplýsingatækni.
 • Nákvæmni, jákvæðni og góð skipulagshæfni..  
 • Frábær samskiptahæfni, frumkvæði og álagsþol.
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí nk. 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is. 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Jakobína H. Árnadóttir (jakobina.arnadottir@capacent.is) og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu í síma 569 7900.

 

Fiskistofa hefur hlotið jafnlaunavottun. Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2.gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

 

Fiskistofa hefur það meginhlutverk að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Stofnunin er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, hvalveiðar o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka. Fiskistofa sinnir eftirliti sínu við fisksveiðistjórnun á sex starfsstöðvum á Íslandi. Höfuðstöðvar Fiskistofu eru á Akureyri.Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica