Störf í boði

Störf í boði

Hér  að neðan eru upplýsingar um starf sviðsstjóra upplýsingatæknisviðs og störf veiðieftirlitsmanna

Sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs - Akureyri 

Fiskistofa óskar eftir að ráða sviðsstjóra upplýsingatæknisviðs og mun viðkomandi heyra undir fiskistofustjóra og sitja í yfirstjórn Fiskistofu.

Leitað er að einstaklingi fullum af jákvæðni og drifkrafti.  Sviðsstjóri er fyrirmynd í öllum sínum störfum. Hjá Fiskistofu er lögð rík áhersla á áreiðanlega rafræna upplýsingagjöf í rauntíma og leiðir sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs þá vinnu.  

Fiskistofa leggur áherslu á það í launastefnu sinni að greiða samkeppnishæf laun og hefur stofnunin hlotið jafnlaunavottun. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 
  

Helstu verkefni:  

 • Stjórnun og stuðningur við mannauð og daglegur rekstur upplýsingatæknisviðs 
 • Ábyrgð á upplýsingatæknimálum Fiskistofu  
 • Stefnumótun, þróun og innleiðing á tækninýjungum  
 • Samskipti við birgja og samningagerð í samstarfi við sviðsstjóra mannauðs- og fjármála  
 • Erlend samskipti og samstarf varðandi upplýsingatækni, m.a. á grundvelli alþjóðasamninga  

 

Menntunar - og hæfniskröfur: 

 • Háskólapróf í tölvunarfræði eða skyldum greinum. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur 
 • Árangursrík reynsla af rekstri og stjórnun upplýsingatæknimála 
 • Árangursrík reynsla af skipulagningu, þróun og innleiðingu upplýsingatæknikerfa 
 • Leiðtogahæfileikar 
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi 
 • Sjálfstæði, skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum 
 • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum 
 • Góð hæfni í íslensku og mjög góð hæfni á ensku 

 

Fiskistofa hefur það meginhlutverk að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Stofnunin  er  þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, hvalveiða o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka.  Fiskistofa sinnir eftirliti sínu við fisksveiðistjórnun á sex starfsstöðvum á Íslandi. Höfuðstöðvar Fiskistofu eru á Akureyri. 
 

Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is.

Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing.  

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. mars nk.  

Hér er sótt um starfið í gegnum heimasíðu Capacent 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu í síma 569 7900 

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um. 

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2.gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.


Veiðieftirlitsmenn Stykkishólmi og Höfn - mögulega  í Hafnarfirði og Akureyri

Fiskistofa óskar eftir að ráða metnaðarfulla og jákvæða starfsmenn í veiðieftirlit í Stykkishólmi og á Höfn í Hornafirði. Ef ekki tekst að ráða í störfin á fyrrgreindum starfsstöðvum, miðað við hæfniskröfur þá verður unnið úr umsóknum um störf á starfsstöð í Hafnarfirði og á Akureyri. Veiðieftirlit er einn mikilvægasti þáttur í starfsemi Fiskistofu og er eftirlitið í stöðugri þróun.   

 

Helstu verkefni: 

 • Eftirlit á sjó, en í því felst m.a. lengdarmæling á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirlit með aflasamsetningu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla um borð.  

 • Eftirlit í landi, en það felur m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og aflasamsetningu, lengdarmælingar á afla og eftirlit með færslu afladagbóka. Eftirlit með löndunum erlendra skipa og úttektir á afurðum vinnsluskipa, eftirlit með lax- og silungsveiði ásamt skrifstofustörfum s.s. skýrslugerð þegar vettvangsstörfum lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í aflaskráningarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brotamála sem upp koma.  

Mögulegt er að semja um hlutfall sjósóknar í starfinu.  

 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Haldgóð reynsla af störfum í sjávarútvegi. 

 • Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta er áskilin. 

 • Gott heilsufar sbr. heilsufarskröfur Fiskistofu 

 • Sjálfstæði, fagmennska og nákvæmni í vinnubrögðum. 

 • Sanngirni og háttvísi. 

 • Mjög góð hæfni í samskiptum nauðsynleg. 

 • Menntun sem nýtist í starfi s.s. skipstjórnarréttindi, stúdentspróf eða iðnmenntun æskileg. 

 

Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. 

 

Starfandi veiðieftirlitsmenn eru nær eingöngu karlar og er því athygli kvenna sérstaklega vakin á starfinu í þeim tilgangi að jafna kynjahlutföll í starfsgreininni, sbr. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sævar Guðmundsson, deildarstjóri í veiðieftirliti eða Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri mannauðs og fjármála í síma 5697900 

Ferilskrá á íslensku sem hefur m.a. að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila sem og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi umsækjanda í starfið er rökstudd sendist í gegnum heimasíðu fiskistofu, www.fiskistofa.is Í kynningarbréfi skal koma skýrt fram við hvaða  starfsstöð umsækjandi óskar eftir að starfa við. 

Sækja um starfið

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2020. 

 

Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við SFR.  

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. 

Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt og eru höfuðstöðvar á Akureyri. Stofnunin annast stjórnsýslu á sviði sjávarútvegs og lax- og silungsveiði ásamt því að safna og vinna úr upplýsingum um þá málaflokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica