Um vefinn
Fiskistofa hefur miðlað efni á gagnvirkum vef sínum allt frá árinu 1995. Vefurinn hefur frá því verið í stöðugri þróun og er leitast við að miðla upplýsingum þannig að þær falli sem best að þörfum viðskiptamanna. Sumarið 2009 fékk vefur Fiskistofu nýtt útlit og allt efni og innihald vefsins var yfirfarið á sama tíma og skipt var yfir í Eplica vefumsjónarkerfið. Það er markmið Fiskistofu að vefurinn sé í stöðugri þróun og að boðið verði upp á sem flesta rafræna þjónustumöguleika í framtíðinni.
Fiskistofa hefur tekið þátt í könnun á gæðum opinberra vefja sem hefur farið fram annaðhvert ár undanfarin ár. Sjá upplýsingar um síðustu könnun hér.
Vefur Fiskistofu var talinn einn af fimm bestu vefjun í síðustu könnun, sjá frétt um það hér.