Útflutningsskýrslur

Skráning leyfisnúmers framleiðanda í útflutningsskýrslur

 

HVAÐ ER FRAMLEIÐANDI?

Þegar útflutningsskýrsla er skráð ber að tilgreina leyfisnúmer síðasta framleiðanda sjávarafurða í reit 44. Orðið framleiðandi er notað sem samheiti yfir mismunandi fyrirtæki sem hafa veitt eða unnið aflann. Við skráningu leyfisnúmers í útflutningsskýrslu ber að hafa eftirfarandi til hliðsjónar:

Útflutt vara kemur frá veiðiskipi

Ef sjávarafurð er keypt beint af skipi (eða í gegnum fiskmarkað) og er flutt út óunnin og kæld ber að skrá skipaskrárnúmer skipsins ásamt forskeytinu IS í reit 44 með tilheyrandi vörulýsingu og magni. Dæmi um þetta er IS-1234, fyrir skip með skipaskrárnúmer „1234“ og IS-0012 fyrir skipaskrárnúmer „12“.

Útflutt vara kemur frá vinnsluleyfishafa

Ef síðasti framleiðandi er vinnsluleyfishafi (fiskvinnsla, fóðurvinnsla eða  vinnsluskip) ber að tilgreina vinnsluleyfisnúmer hans í reit 44 (samþykkisnúmer sem Matvælastofnun gefur út). Þetta á við um allan afla frá vinnslustöð, hvort sem hann er unninn eða óunninn. Dæmi um samþykkisnúmer fiskvinnslu er A123.

Útflutt vara kemur frá eldisstöð

Ef síðasti framleiðandi er fiskeldisstöð ber að skrá rekstrarleyfisnúmer í reit 44 með forskeytinu IS. Ef eldisstöðin hefur vinnsluleyfisnúmer ber að tilgreina það í reit 44 í stað rekstrarleyfisnúmers. Dæmi um skráningu rekstrarleyfisnúmers er IS-12345.

TENGLAR TIL UPPLÝSINGAR UM LEYFISNÚMER

Samþykkisnúmer fiskvinnsla og starfsleyfisnúmer fóðurvinnsla eru aðgengileg hér.

Rekstrarleyfisnúmer fiskeldisfyrirtækja eru aðgengileg hér.

Leyfisnúmer veiðiskipa eru, eins og fyrr segir, innihalda skipaskrárnúmer með forskeytinu IS-, sbr. IS-1234 eða IS-0001.

Vandkvæði við skráningu og undanþágur

Ef útflytjandi flytur úr kældan og óunninn afla (í tollnúmerum 0302) sem keyptur hefur verið af mörgum skipum á fiskmarkaði getur hann sótt eftir undanþágu til Fiskistofu vegna framkvæmdar á skráningu í útflutningsskýrslu.

Ef útflytjandi er að flytja út innfluttar sjávarafurðir sem ekki er hægt að rekja til íslenskra framleiðanda getur hann sótt eftir undanþágu til Fiskistofu vegna framkvæmdar á skráningu í útflutningsskýrslu.

Fiskistofa upplýsir í hverju ofangreindar undanþágur felast.

FREKARI UPPLÝSINGAR OG BEIÐNIR UM UNDANÞÁGUR

Vinsamlegast hafið hafið samband við Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur, sviðsstjóra veiðieftirlits vegna beiðna um undanþágur.og til að fá upplýsingar um lagaheimildir, hugsanleg vafaatriði er tengjast skilgreiningum á framleiðanda og önnur tengd atriði,

Ítarlegri upplýsingar um þetta er að finna á heimasíðu Tollstjóra hér.


Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica