Byggðakvóti

Byggðakvóti

Árlega ráðstafar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti  ákveðnum aflaheimildum til stuðnings byggðarlögum:

  • Sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og eru háð veiðum eða vinnslu á botnfiski
  • Sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum og sem hefur veruleg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögunum.

Ráðherra setur reglur um úthlutun til byggðarlaga og úthlutun til skipa. Sveitarfélög geta óskað eftir sérreglum frá almennu reglunni varðandi úthlutun og þarf ráðherra að samþykkja þær. Gildandi samþykktar sérreglur tiltekinna byggðarlaga er að finna í kafla um byggðakvóta fyrir hvert fiskveiðiár hér á vefnum, eftir því sem við á.

Fiskistofa sér um úthlutun aflaheimilda til fiskiskipa eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni. Upplýsingar um úthlutun er að finna í upplýsingum um byggðakvóta hvers fiskveiðiárs.Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica