Byggðakvóti 1516

Byggðakvóti 2015/2016

Upplýsingar um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/16

 

Umsóknareyðublaðið og samningur um vinnslu afla er á skrifanlegu pdf. skjali. Hægt er að senda umsóknareyðublaðið með þar tilgerðum takka neðst á blaðinu ef stillingar í tölvu viðkomandi eru réttar. Umsækjandinn á þá að fá sjáflvirka svarsendingu með staðfestingu á móttöku umsóknarinnar.

Að öðrum kosti þarf að vista skjalið og senda sem viðhengi á byggdakvoti@fiskistofa.is.

Undirritaðan samning um vinnslu afla og staðfestan af sveitarfélagi skal senda skannaðan á ofannefnt netfang eða faxa á 569 7991.

Athygli umsækjenda er vakin á því að umsókn tekur því aðeins gildi að staðfesting á móttöku hennar hafi borist þeim frá Fiskistofu.

Þá ber umsækjanda að senda Fiskistofu, fyrir lok umsóknarfrests, samning milli eiganda/útgerðaraðila skips og vinnsluaðila, staðfestan af sveitarfélagi, samkvæmt ákvæði 6. gr. reglugerðar 605/2015. Fiskistofa tekur ekki umsókn gilda ef framangreindur samningur hefur ekki borist.

 

Auglýsingar

Auglýsing (I) nr. 1019/2015 – Sérreglur fyrir: Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn) og Fjarðabyggð (Mjóafjörð og Stöðvarfjörð)

Auglýsing (II) nr. 1043/2015 – Sérreglur fyrir: Árborg (Stokkseyri og Eyrarbakka), Garð, Voga, Ísafjarðabæ (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdal og Ísafjörð),Strandabyggð (Hvammstangi), Húnaþing vestra (Hvammstanga), Blönduósbæ (Blönduós), Sveitarfélagið Skagaströnd, Fjallabyggð (Siglufjörð og Ólafsfjörð), Dalvíkurbyggð (Dalvík, Árskógsströnd og Hauganes), Breiðdalshrepp (Breiðdalsvík).

Auglýsing (III) nr. 1067/2015 – Sérreglur fyrir: Snæfellsbæ (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík), Tálknafjörð og Bolungarvík.

Auglýsing (IV) nr. 1102/2015 – Sérreglur fyrir:  Sveitarfélagið Skagafjörð (Sauðárkrókur og Hofsós) og Langanesbyggð (Þórshöfn og Bakkafjörð).

Auglýsing (V) nr. 1118/2015 – Sérreglur fyrir:  Stykkishólm, Vesturbyggð (Bíldudalur) og Súðavíkurhrepp (Súðavík)

Auglýsing (VI) nr. 1159/2015 – Sérreglur fyrir:  Voga, Ísafjarðarbæ (Ísafjörð), Norðurþing (Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn) og Vopnafjarðarhrepp (Vopnafjörð).

Auglýsing (VII) nr.134/2016 – Sérreglur fyrir:  Árneshrepp og Sveitarfélagið Skagafjörð (Sauðárkrókur og Hofsós)


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica