Yfirstandandi fiskveiðiár - yfirlit

Yfirstandandi fiskveiðiár - yfirlit

Þessi síða er uppfærð fyrir hvern ársfjórðung fiskveiðiársins

Hægt er að glöggva sig á stöðu afla og aflaheimilda íslenska flotans á yfirstandandi fiskveiðiári með því að  nota  eftirfarandi gagnvirkar síður:

Samanburður við fyrra fiskveiðiár

Heildarafli íslenska flotans á fiskveiðiárinu 2018/2019, frá 1. september 2018 til 30. nóvember 2018, nam um 319 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra 317,7 þúsund tonn. Þetta er aukning í heildarafla sem nemur um 0,5% eða um 1,5 þúsund tonnum. Veiðar í ár byrjuðu með sambærilegum hætti og síðasta fiskveiðiár.

 

Botnfiskur

Á fyrstu 3 mánuðum fiskveiðiársins veiddu íslensk skip rúmlega 260 tonnum minna af þorski úr sjó en á fyrra ári. Ýsuaflinn var rúmlega 4 þúsund tonnum meiri nú á milli ára. Heildaraflinn í botnfiski á þessu tímabili er rúm 132 þúsund tonn upp úr sjó samanborið við tæp 125 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er aukning upp á 6,2% - munar mestu um aukna veiði í ýsu og ufsa.

 

Uppsjávarfiskur

Á fyrstu 3 mánuðum fiskveiðiársins nam uppsjávarafli íslenskra skipa um 183 þúsund  tonnum. Það er tæplega 6 þúsund tonnum eða 3,3% minni afli en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Milli ára varð talsverð aukning á veiði í síld og kolmunna, en mikill samdráttur var á veiðum í makríl á milli ára, eða rúmlega 17 þúsund tonn. 

  

Skel- og krabbadýr

Afli íslenskra skipa í skel- og krabbadýrum á þessum tíma fiskveiðiársins er tæpum 238 tonnum meiri en á fyrra ári sem samsvarar um 7,7% aukningu. Enn hafa veiðar á sæbjúgum verið að aukast en veiðar á hörpudisk hafa minnkað á milli ára.

  

Nýting aflamarks- og krókaaflamarksbáta á aflaheimildum í þorski og ýsu

Á fyrstu 3 mánuðum fiskveiðiársins höfðu aflamarksskip nýtt um 28,7% af aflaheimildum sínum í þorski (er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk almennrar úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar). Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall 28,6%. Þorskafli aflamarksskipa til kvóta á þessum hluta fiskveiðiársins nam tæpum 50 þúsund tonnum.

Þegar litið er til aflamarks í ýsu á sama tímabili þá hafa aflamarksskip nýtt rúm 20,5% ýsukvótans samanborið við rúm 18,6% á fyrra ári. Í heildina þá hafa aflamarksbátar notað rúm 28,8% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár miðað við rúm 20,5% á fyrra ári.

Krókaaflamarksbátar hafa nýtt tæp 22,6% af aflaheimildum sínum í þorski (er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk almennrar úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar). Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall rúm 20,3%. Þorskaflinn hjá þeim var kominn í tæplega 9 þúsund tonn í ár, á sama tíma í fyrra var aflinn tæp 8 þúsund tonn.

Afli krókaaflamarksbáta í ýsu er tæp 3 þúsund tonn á fyrstu 3 mánuðum fiskveiðiársins og hafa þeir þá nýtt 35,5% krókaaflamarksins í ýsu. Í heildina þá hafa krókaaflamarksbátar notað um 21,9% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár samanborið við um 20% á fyrra ári.Talnagögn yfir fyrstu 3 mánuði fiskveiðiársins 2018/2019 (Excel)

Landanir 1. september til 30. nóvember 2018 eftir skipum, fisktegund og ástandi (Excel)Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica