Yfirlit síðasta fiskveiðiárs

Yfirlit yfir fiskveiðiárið 2016/2017

Þessi síða ásamt undirsíðum  gefur yfirlit yfir afla og kvóta og hinar ýmsu tegundir  veiða á undan-gengnu fiskveiðiári.  Síðan kemur í stað Aflaheftis Fiskistofu sem stofnunin gaf út árlega fram til  2013. Athugið sérstaklega að þeir sem þess óska geta nálgast þetta yfirlit í prentvænni útgáfu neðst á þessari síðu.  Á sama stað er hægt að nálgast töflur og ýmislegt talnaefni sem liggur þeim að baki í Excel-skjali.

I. Heildarafli íslenskra skipa síðastliðin fimm fiskveiðiár

Heildaraflinn á fiskveiðiárinu 2015/2016 var 1.121 þúsund tonn og jókst frá fyrra ári um 7%.

Botnfiskaflinn nam 441 þúsund tonnum og dróst saman um 47 þúsund tonn. Helsta skýringin liggur í  sjómannaverkfallinu um  áramótin 2016/2017.  Þorskaflinn dróst saman um 7 þúsund tonn og ýsuafli um 5 þúsund tonn, þá dróst afli í gullkarfa saman um 6,5 þúsund tonn.  Afli í Barentshafsþorski hélst svipaður á milli ára en í flokknum annar bolfiskur var samdrátturinn um 16 þúsund tonn.

Uppsjávarafli íslenska flotans jókst um 125 þúsund tonn. Þetta skýrist einkum af 96 þúsund tonna aukningu í loðnuafla. Kolmunnaaflinn jókst um tæp 20 þúsund tonn Samdráttur var í veiðum á Íslandssíld um 9 þúsund tonn en afli í  norsk-íslenskri síld jókst um 15 þúsund tonn.

Rétt er að minna á að stjórn margra uppsjávartegunda miðast við almanaksárið en ekki fiskveiðiárið sem er til umfjöllunar hér.

Skelfisk- og krabbadýraafli dróst saman um 25% frá fyrra fiskveiðiári og átti það við  um allar helstu tegundir.

Afli íslenskra skipa eftir helstu fisktegundum fiskveiðiárin 2012/2013 til 2016/2017


II. Aflamarks- og krókaaflamarkskerfið

Aflaheimildir og afli

Í gagnvirku töflunni sem opnast hér að ofan má sjá yfirlit yfir afla og úthlutað aflamark og króka-aflamark fyrir valið fiskveiðiár.  Þá er hægt að sjá  sömu upplýsingar um deilistofna, en þær eiga við um almanaksár en ekki fiskveiðiár. Með því að velja sérstakar úthlutanir má sjá  upplýsingar eftir kvótategundum um skipti á aflamarki, byggðakvóta, bætur og aðrar  úthlutanir.

Afli fiskveiðiársins 2016/2017 var í nokkuð góðu samræmi við leyfilegan heildarafla í helstu tegundum. Afli til aflamarks í þorski var rúmlega 220 þúsund tonn. Við bætist afli utan aflamarks: strandveiðiafli í þorski upp á rúm 9.315 tonn, afli í línuívilnun rúm 2.594 tonn, VS-afli 1.121 tonn og undirmálsafli utan aflamarks sem var 896 tonn auk rannsóknaafla. Þá veiddu erlend skip um 4.200 tonn af þorski í landhelginni á grundvelli samninga þar um. Þannig endaði heildaraflinn í þorski í íslenskri lögsögu í tæplega 238 þúsund tonnum sem er vel undir  leyfilegum heildarafla ársins sem var 244 þúsund tonn.

Heildarafli og aflamarksstaða í aflamarks- og krókaaflamarkskerfinu

Afli til aflamarks í ýsu á fiskveiðiárinu nam rúmum 32.765 tonnum uppúr sjó. Við bætist afli utan aflamarks: afli í línuívilnun var 1.049 tonn, VS-afli nam 373 tonnum og undirmálsafli utan aflamarks var 127 tonn. Ýsuafli erlendra skipa var um 1.500 tonn. Heildaraflinn í ýsu endaði því í um 35.814 tonnum sem er um 1.200 tonnum yfir leyfilegum heildarafla fiskveiðiársins. Afli íslenskra skipa úr öðrum ýsustofnum, meðal annars í Barentshafi nam 1.845 tonnum.


Flutningur hlutdeilda og aflamarks

Eins og meðfylgjandi tafla sýnir jókst flutningur aflahlutdeilda á nýliðnu fiskveiðiári verulega í öllum helstu tegundum botnfisks. Til að mynda jókst flutningur á þorski úr 11,5% í 26,8%, ýsu úr 13% í 24,6% og ufsa úr 12,2% í 25,2%. Minna var um flutning aflahlutdeilda í uppsjávartegundum í samanburði vð fyrra ár.Taflan sýnir veltuna í prósentum af heildarhlutdeildum.

Flutningur aflahlutdeilda á milli skipa fiskveiðiárin 2012/2013 til 2016/2017

Taflan hér að neðan sýnir flutning aflamarks milli skipa þrjú undanfarin fiskveiðiár með sundurliðun fyrir 2016/2017. Í henni kemur fram nokkur samdráttur á milli ára í þorski en flutningur í  ýsu jókst um 25%.

Flutningur aflamarks milli skipa þrjú undanfarin fiskveiðiár með sundurliðun fyrir 2016/2017

Ár hvert er 5,3% leyfilegs heildarafla haldið eftir og ekki úthlutað á grundvelli hlutdeilda og er það notað til að mæta sérstökum úthlutunum og strandveiðum.  Þessi 5,3% aflamarks í hinum ýmsu tegundum er boðið á svokölluðum tilboðsmarkaði. Í töflunni má sjá dálk þar sem umfang þessara skipta kemur fram.  Markmiðið með skiptunum er að fá inn aflamark í þorski, ýsu, ufsa og steinbít til sérstakra úthlutana.


III. Aðrar veiðar

  Frístundaveiðar Strandveiðar    Makrílveiðar    Túnfiskveiðar
  Grásleppuveiðar Ókvótabundnar tegundir    Rækjuveiðar  

IV. Frekari upplýsingar á gagnvirkum síðum

 Aflahlutdeildalisti  Afli einstakra tegunda
 Aflamarksviðskipti  Afli í línuívilnun
 Aflastöðulisti  Afli úr deilistofnum

Afli eftir útgerðarflokkum,

höfnum, mánuðum, veiðarfærum

 VS-afli
Undirmálsafli
Meðafli krókabáta

V. Samantekt

Prentvænt yfirlit yfir fiskveiðiárið 2016/2017 (pdf)

Töflur og talnagögn 2016/2017 (Excel)

Aflahefti Fiskistofu 2000/2001 til 2015/2016


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica