Yfirlit yfir fiskveiðiárið 2019/2020
Þessi síða ásamt undirsíðum gefur yfirlit yfir afla og kvóta og hinar ýmsu tegundir veiða á undan-gengnu fiskveiðiári. Athugið sérstaklega að þeir sem þess óska geta nálgast þetta yfirlit í prentvænni útgáfu neðst á þessari síðu. Á sama stað er hægt að nálgast töflur og ýmislegt talnaefni sem liggur þeim að baki í Excel-skjali.
I. Heildarafli íslenskra skipa síðastliðin fimm fiskveiðiár
Heildaraflinn á fiskveiðiárinu 2019/2020 var rúmlega 1.011 þúsund tonn og minnkaði frá fyrra ári um 7,3%. Botnfiskaflinn nam 483 þúsund tonnum og dróst saman um 30 þúsund tonn. Þorskaflinn jókst um 3 þúsund tonn en ýsuaflinn dróst saman um 11 þúsund tonn, þá dróst afli saman í ufsa um 17 þúsund tonn og rúmlega 3 þúsund tonn í gullkarfa. Afli í Barentshafsþorski var sambærilegur á milli ára sem og annar bolfiskur.
Uppsjávarafli íslenska flotans dróst saman um 48 þúsund tonn á milli fiskveiðiára.Fiskveiðiárið þar á undan dróst aflinn mikið saman vegna loðnubrestsins. Kolmunnaaflinn dróst saman um rúmlega 25 þúsund tonn. Afli í íslenskri síld dróst saman um 8 þúsund tonn á milli fiskveiðiára, fór úr 41 þúsund tonnum í tæplega 33 þúsund tonn, en
afli í norsk-íslenskri síld jókst úr 89 þúsund tonnum í rúmlega 109 þúsund tonn.
Rétt er að minna á að stjórn margra uppsjávartegunda miðast við almanaksárið en ekki fiskveiðiárið sem er til umfjöllunar hér.
Humarveiðar drógust enn meira saman á milli ára en engin aflaheimild var útgefin fyrir 2018/2019, aðeins mátti veiða af aflaheimildum sem voru eftir af fyrra fiskveiðiári. Fiskveiðiárið 2019/2020 var heldur ekki gefin út nein aflaheimild í humri. Skelfisk- og krabbadýraafli dróst aftur saman á milli fiskveiðiára.
II. Aflamarks- og krókaaflamarkskerfið
Aflaheimildir-
og afli
Afli til aflamarks í þorski fiskveiðiárið 2019/2020 var rúmlega 214 þúsund tonn. Við bætist slægður afli utan aflamarks: strandveiðiafli í þorski upp á rúm 9.033 tonn, afli í línuívilnun tæp 1.212 tonn, VS-afli 907 tonn og undirmálsafli utan aflamarks sem var 809 tonn auk rannsóknarafla. Árið 2019 veiddu erlend skip rúmlega 2.340 tonn af þorski í landhelginni á grundvelli samninga þar um. Heildarafli af óslægðum þorski í íslenskri lögsögu var tæplega 270 þúsund tonn.
Afli til aflamarks í ýsu á fiskveiðiárinu nam rúmlega 39 þúsund tonnum upp úr sjó. Við bætist afli utan aflamarks: afli í línuívilnun var 587 tonn, VS-afli nam 486 tonnum og undirmálsafli utan aflamarks var 141 tonn. Ýsu afli erlendra skipa árið 2019 var um 970 tonn. Heildaraflinn í óslægðri ýsu innan landhelgi endaði í tæplega 48 þúsund tonnum. Afli íslenskra skipa úr öðrum ýsustofnum, meðal annars í Barentshafi nam 516 tonnum.
Flutningur hlutdeilda og aflamarks
Eins og meðfylgjandi tafla sýnir jókst flutningur aflahlutdeilda á nýliðnu fiskveiðiári aðeins í öllum helstu tegundum botnfisks. Taflan sýnir veltuna í prósentum af heildarhlutdeildum.
Taflan hér að neðan sýnir flutning aflamarks milli skipa þrjú undanfarin fiskveiðiár með sundurliðun fyrir 2019/2020. Í henni kemur fram 25% aukning á flutningi í þorski en flutningur í ýsu minnkaði um tæplega 26% á milli ára.
Ár hvert er 5,3% leyfilegs heildarafla haldið eftir og ekki úthlutað á grundvelli hlutdeilda og er það notað til að mæta sérstökum úthlutunum og strandveiðum. Þessi 5,3% aflamarks, í hinum ýmsu tegundum, er boðið á svokölluðum tilboðsmarkaði. Í töflunni má sjá dálk þar sem umfang þessara skipta kemur fram. Markmiðið með skiptunum er að fá inn aflamark í þorski, ýsu, ufsa og steinbít til sérstakra úthlutana.
III. Aðrar veiðar
Frístundaveiðar | Strandveiðar | Makrílveiðar | Túnfiskveiðar |
Grásleppuveiðar | Ókvótabundnar tegundir | Rækjuveiðar |
IV. Frekari upplýsingar á gagnvirkum síðum
Aflahlutdeildalisti | Afli einstakra tegunda |
Aflamarksviðskipti | Afli í línuívilnun |
Aflastöðulisti | Afli úr deilistofnum |
VS-afli | |
Undirmálsafli |
Meðafli krókabáta |
V. Samantekt
Prentvænt yfirlit yfir fiskveiðiárið 2019/2020 (pdf)