Frístundaveiðar

Frístundaveiðar

Á fiskveiðiárinu 2009/2010 var lögfest heimild til frístundaveiða og eru þær háðar sérstöku leyfi Fiskistofu. Slík leyfi eru ætluð fyrir aðila í ferðaþjónustu og skiptast í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða frístundaveiðar án aflaheimilda og hins vegar frístundaveiðar með aflamarki. Frístundaveiðar er eingöngu heimilt að stunda með sjóstöng og handfærum án sjálfvirknibúnaðar.

Sé leyfi veitt til frístundaveiða án aflaheimilda tekur fjöldi fiska og handfæra/sjóstanga mið af fjölda farþega sem bátur tekur, án þess að aflinn reiknist til aflamarks. Aflann má þá ekki selja eða fénýta á annan hátt. Á fiskveiðiárinu 2017/2018 voru 11 bátar með slíkt leyfi. Til þess að fá slíkt leyfi þarf viðkomandi útgerð að hafa ferðaskipuleggjandaleyfi frá Ferðamálastofu.

Hægt er að sækja um og fá gegn greiðslu sérstakan kvóta í þorski, ufsa og steinbít fyrir báta með leyfi til frístundaveiða með aflamarki. Jafnframt geta útgerðir báta ákveðið að nýta eigið aflamark til veiðanna. Í þessum flokki voru 39 bátar sem lönduðu alls 303 tonnum á fiskveiðiárinu. Lang mest var af þorski eða 275 tonn (91%) og 23 tonn af steinbít. Þetta er aðeins minni afli en á síðasta ári.

Undanfarin ár hefur mestum frístundaafla verið landað í Bolungarvík en tvö sl. ár voru fengsælustu frístundabátarnir gerðir út frá í Súðavík þar sem landað var 111 tonnum á liðnu fiskveiðiári. 

Frístundaafli eftir höfnum undanfarin ár

Nokkuð er um að opinber sjóstangveiðimót séu haldin hérlendis. Á síðasta fiskveiðiári voru þau 15 talsins. Samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu var heildaraflinn tæp 123 tonn.

Ýmsar takmarkanir eru á slíku mótshaldi og þurfa félög sem hyggja á sjóstangveiðimót að sækja um það til Fiskistofu sem auglýsir eftir umsóknum einu sinni á ári.Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica