Grásleppuveiðar

Grásleppuveiðar 2018

Við grásleppuveiðar er landinu skipt upp í sjö veiðisvæði. Veiðitímabil eru ólík eftir svæðum og ákvörðun veiðileyfishafa. Grásleppuréttindi hafa þeir bátar sem höfðu slík réttindi 1997 eða leiða slík réttindi af bátum sem höfðu þau það ár.

Útgefnum grásleppuleyfum fækkaði töluvert milli ára að þessu sinni. Árið 2017 voru gefin út 259 leyfi til grásleppuveiða en á vertíðinni 2018 voru leyfin 203 talsins. Þeim fækkaði því um rúm 22% milli ára. Flest voru leyfin gefin út fyrir austanvert Norðurland (Svæði E) eða 74 en fæst voru leyfin fyrir Suðurlandi (Svæði G) eða 6 talsins.

Núorðið er grásleppunni að mestu landað óslægðri. Eins og meðfylgjandi stólparit sýna veiddust 4.516 tonn af grásleppu arið 2018 í grásleppunet, en það er svipaður afli og var árið 2017.

Fjoldi-grasleppuveidileyfaUpplýsingasíða um grásleppuveiðarFinna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica