Makrílveiðar

Makrílveiðar 2017/2018

Makríll hefur á fáum árum orðið ein verðmætasta fisktegundin fyrir íslenskan sjávarútveg. Á tiltölulega skömmum tíma fór ársafli íslenskra skipa úr 3.996 tonna meðafla á síldveiðum fyrir austan land í rúm 150 þúsund tonn.

Heildarafli íslenskra skipa á þessu ári er kominn upp í rúmlega 136 þúsund tonn og er það 18% minni veiði en árið 2017. Mestur var hann rúmlega 172 þúsund tonn árið 2016.  

Markrill-eftir-veidisvaedum

Íslensk skip hafa landað tæplega 62 þúsund tonnum af makríl úr íslenskri lögsögu árið 2018, eða 45% aflans. Rúmlega 71 þúsund tonn fengust úr alþjóðlegri lögsögu og aðeins 175 tonn úr færeyskri lögsögu. Þá hafa íslensk skip veitt 3.140 tonn úr grænlenskri lögsögu.

Aflinn á makríl á handfæri er enn að dragast saman en hann var 8.540 tonn á vertíðinni 2016 en á yfirstandandi vertíð hafa verið veidd 3.749 tonn.  

Gagnvirk síða: Afli í makríl

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica