Ókvótabundnar tegundir

Veiðar á ókvótabundnum tegundum 2017/2018

Fjölmargar fisktegundir og önnur sjávardýr sem ekki eru bundin aflamarki eru nýtt hér við land ár hvert. Í sumar tegundir er sótt beint en aðrar tegundir koma sem meðafli.

Afli í helstu ókvótabundnum tegundum fiskveiðiárin 2012/2013 til 2017/2018

Í töflunni hér fyrir ofan má sjá að veiðar á sæbjúgum hafa tvöfaldast á milli ára og var mest veidda ókvótabundna tegundin 2017/2018. Svipað magn af grásleppu var veidd árin 2017 og 2018 eða um 4,5 þúsund tonn. Veiðar á grásleppu og sæbjúgum, ásamt nokkrum öðrum tegundum, eru bundin sérstökum leyfum sem eru gefin út af Fiskistofu. Svipuð veiði var á hlýra og árið í fyrra en við upphaf fiskveiðiársins 2018/2019 var hlýri kvótasettur.

Af öðrum tegundum má nefna að afli í spærlingi dróst enn meira saman á síðsta fiskveiðiári en aflinn var 21 tonn. Tvö ár þar á undan hafði verið margfalt meiri veiði en áður.

Undanfarin ár hefur verið óheimilt að stunda veiðar á lúðu og að fénýta lúðuafla. Eðlilega varð í kjölfar bannsins umtalsverður samdráttur í lúðuaflanum. Á fiskveiðiárinu 2014/15 var heildaraflinn til að mynda 55 tonnum en á árum áður fór hann venjulega vel yfir 500 tonn. Á síðastu þremur fiskveiðiárum hefur aflinn aukist nokkuð og er nú 159 tonn.

Á fiskveiðiárinu 2017/2018 var afli í ókvótabundnum tegundum alls 14.516 tonn sem er aukning frá fiskveiðiárinu 2016/2017 þegar aflinn nam 12.399 tonnum. Afli á síðasta fiskveiðiári í ókvótabundnum tegundum nam 1,14% af heildarafla íslenskra veiðiskipa.
Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica