Strandveiðar

Yfirlit yfir strandveiðar 2018

Sumarið 2018 var tíunda sumarið sem strandveiðar eru heimilaðar. Fyrirkomulaginu í sumar var breytt á þann veg að heimilt var að veiða 10.200 tonn af óslægðum kvótabundnum botnfiski yfir allt landið og hver strandveiðibátur fékk 12 veiðiferðir í mánuði. Auk 10.200 tonna mátti veiða 700 tonn af óslægðum ufsa og landa honum til VS-sjóðs. Þá fengu útgerðirnar 80% af sölunni og VS-sjóðurinn 20%.

Strandveiðiflotinn náði ekki að fullnýta heimildir sínar en aflinn var 9.380 tonn eða 820 tonnum undir heimildum. Heimildir til veiða á ufsa til VS-sjóðs voru heldur ekki fullnýttar en 390 tonn voru veidd.

Fái fiskiskip leyfi til strandveiða falla úr gildi önnur veiðileyfi sem báturinn kann að hafa innan íslenskrar lögsögu. Strandveiðafli reiknast ekki til aflamarks eða krókaaflamarks þeirra fiskiskipa sem stunda veiðarnar.

Kafli3_strandv_mynd1

Alls voru gefin út 558 leyfi til strandveiðanna 2018 sem er 46 leyfum færri en árið áður. Þess má geta að af þeim lönduðu 548 bátar afla. Flestir voru strandveiðibátar á einni vertíð árið 2012 eða 761. Bátunum á strandveiðum hefur fækkað um 16,7% á síðastliðnum tveimur vertíðum. Flest leyfi voru gefin út á A-svæði, þau voru 205. Á svæði B voru gefin út 109 leyfi, á svæði C voru gefin út 121 leyfi og á svæði D voru gefin út 123 leyfi.

Upplýsingasíða um strandveiðar

Kafli3_strandv_mynd2


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica