Tilkynningar
Afladagbækur rafrænar frá 1. sept
Þann 1. september næstkomandi fellur pappírsafladagbók alfarið úr
notkun sbr. reglugerð nr. 298/2020 um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga
íslenskra skipa með rafrænni afladagbók eða snjalltækjaforriti.
Þaðan í frá ber öllum fiskiskipum að skila dagbókarskráningu inn áður en löndun hefst eftir hverja veiðiferð.
Vonandi eru flestir vel í stakk búnir til að laga sig að þessari breytingu, enda var hún kynnt fyrst 14. janúar sl. og hefur appið verið aðgengilegt og virkt frá því í vor.
Mikilvæg fyrstu skref:
- Fara á vefinn aflaskraning.is
- Nota íslykil útgerðar þar til að stofna aðgang fyrir bátinn
- Skrá þar skipstjóra: kennitölu og síma hans - (skipstjórinn þarf að vera með rafrænt auðkenni í símanum sínum)
- Tilgreina á vefnum aflaskraning.is hvaða veiðarfæri verður notað
- Þá fyrst skal virkja appið í síma skipstjórans