Tilkynningar

Álagt veiðigjald fiskveiðiárið 2017/2018

2.10.2018

Veiðigjald er lagt á mánaðarlega á grundvelli landaðs afla í hverjum mánuði og innheimt í öðrum mánuði eftir það. Miðað við afla í lok ágúst fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 nam heildarupphæð álagðs veiðigjalds fiskveiðiársins um 11,2 milljörðum króna og greiðendur voru 959 talsins.  Þeir 11 greiðendur sem eru stærstir greiða um helming  álagðs veiðigjalds fiskveiðiársins.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur mælt fyrir um birtingu á álögðu veiðigjaldi sundurliðuðu eftir  sjávarútvegsfyrirtækjum:

Álagt veiðigjald fiskveiðiárið 2017/2018 sundurliðað eftir greiðendum

Þessi skrá er birt í almennu upplýsingaskyni - ef frávik reynast vera í þessum upplýsingum frá álagningu á einstök fyrirtæki þá gildir álagningin.

Upplýsingasíða Fiskistofu um  veiðigjöld - sjá þar einnig  undirsíðu með upplýsingum um fyrri ár

Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica