Tilkynningar

Áslaug Eir settur fiskistofustjóri

4.3.2020

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur í embætti Fiskistofustjóra frá deginum í dag til 30. apríl 2020.

Áslaug Eir er sjávarútvegsfræðingur og hefur starfað hjá Fiskistofu í 12 ár þar sem hún er sviðstjóri yfir fiskveiðieftirliti. Hún hefur einnig verið staðgengill Fiskistofustjóra.

Eyþór Björnsson sagði starfi sínu sem Fiskistofustjóri lausu fyrr á árinu og hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE).

Tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu - þar er einnig listi yfir umsækjendur um starf fiskistofustjóra


Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica