Tilkynningar

Bann við grásleppuveiðum

30.4.2020

Atvinnuvega- og nýsköpunarráððuneytið gaf  nú síðdegis fimmtudaginn 30. apríl út reglugerð nr. 407/2020 um bann við hrognkelsaveiðum.  Reglugerðin felur í sér bann við veiðum á grásleppu og niðurfellingu grásleppuveiðileyfa frá og með miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 3. maí 2020.


Samkvæmt því falla öll útgefin leyfi til grásleppuveiða út gildi frá og með þeim tíma.


Þrátt fyrir þetta verður heimilt að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að 15 daga til þeirra sem stunduðu grásleppuveiðar árin 2018 eða 2019 á Breiðafirði, svæði 2, samkvæmt leyfum sem tóku gildi 20. maí eða síðar þau ár.

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica