Bann við dragnót fellt úr gildi víða
Tímabundið ákvæði um bann við veiðar með dragnót falla úr gildi á nokkrum svæðum fyrir Norðvesturlandi og út af Austfjörðum
Frá og með 1. nóvember falla úr gildi tímabundin ákvæði um bann við veiðum með dragnót á nokkrum svæðum fyrir Norðvesturlandi og út af Austfjörðum. Umrædd ákvæði voru sett á árunum 2010 til 2013. Ákvæðin sem falla úr gildi er að finna í eftirtöldum reglugerðum:
- Ákvæði til bráðabirgða í reglugerð nr. 1062/2013, um bann við dragnótaveiðum í fjörðum Vestfjarða og út af Ströndum með síðari breytingum:
Allar veiðar með dragnót eru bannaðar innan svæðis sem markast af línu sem dregin er milli Rana í Hornbjargi 66°27,3´N - 022°24,1´V í Selsker 66°07,5´N - 021°30,0´V og þaðan í Gjögurvita 65°59,3´N - 021°19,0´V til og með 31. október 2017.
- 1. gr. reglugerðar nr. 780/2015, um bann við dragnótaveiðum fyrir Norðurlandi með síðari breytingum:
Til og með 31. október 2017 eru allar dragnótaveiðar bannaðar á eftirgreindum svæðum:
1. Húnafjörður innan svæðis sem markast af línum sem dregnar eru á milli Sölvabakka 65°42,5´N - 020°16,5´V, norðurenda Fáskrúðsskers 65°42,5´N - 020°42,8´V og þaðan í 180° réttvísandi til lands.
2. Skagafjörður innan svæðis sem markast af línu sem dregin er á milli Ásnefs 65°56,5´N - 019°53,0´V og Þórðarhöfða 65°58,4´N - 019°29,7´V.
3. Hrútafjörður - Miðfjörður innan svæðis sem markast af línu sem dregin er þvert yfir utanverðan Hrútafjörð og Miðfjörð eftir 65°26´N.
Þrátt fyrir ákvæði 1. ml. er vesturhluti Hrútafjarðar opinn fyrir veiðum með
dragnót vestan línu sem dregin er eftir 21°08´V, frá og með 1. júní til 1. mars
utan línu sem dregin er eftir 65°23´N og frá og með 1. nóvember til og með 31.
janúar utan línu sem dregin er eftir 65°21´50 N og vestan línu sem dregin er
eftir 21°08´V. Miðfjörður er opinn fyrir veiðum með dragnót utan línu sem
dregin er eftir 65°23´N á tímabilinu frá og með 1. júní til 1. mars.
4. Húnaflói - veiðar eru bannaðar skipum lengri en 22 m
að mestu lengd innan línu sem dregin er eftir 66°00´N þvert yfir Húnaflóa.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru skipum lengri en 22 metrar sem stundað hafa
veiðar með dragnót í Húnaflóa á síðastliðnum þremur árum heimilar veiðar innan
fyrrgreindrar línu.
5. Úti fyrir Ströndum innan svæðis sem markast af línu sem dregin er milli Rana í Hornbjargi 66°27,3´N - 022°24,1´V í Selsker 66°07,5´N - 021°30,0´V og þaðan í Gjögurvita 65°59,3´N - 021°19,0´V.
- Ákvæði til bráðabirgða í reglugerð nr. 1063/2013, um dragnótaveiðar fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum með síðari breytingum:
Allar dragnótaveiðar eru bannaðar úti fyrir Skálaneshlíð til og með 31. október 2017 innan svæðis sem markast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra þriggja punkta:
a. 65°19,954´N - 013°43,330´V, (Borgarnes).
b. 65°18,000´N - 013°34,500´V.
c. 65°16,195´N - 013°34,500´V.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru veiðar með dragnót heimilar á tímabilinu frá og með 1. október til og með 30. nóvember.