Byggðakvóti 2019/2020 (I)
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa skv. ákvæðum reglugerðar nr. 676/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020. Auglýst er eftir umsóknum fyrir:
Suðurnesjabær (Sandgerði)
Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður Eystri)
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 191/2020 í Stjórnartíðindum.
- Sveitarfélagið Árborg (Stokkseyri og Eyrarbakki)
- Suðurnesjabær (Garður)
- Sveitarfélagið Vogar
- Snæfellsbær (Arnarstapi og Ólafsvík)
- Árneshreppur (Norðurfjörður)
- Kaldrananeshreppur (Drangsnes)
- Strandabyggð (Hólmavík)
- Húnaþing Vestra (Hvammstangi)
- Sveitarfélagið Skagaströnd
- Norðurþing (Raufarhöfn og Kópasker)
- Vopnafjarðarhreppur
- Fjarðarbyggð (Stöðvarfjörður)
- Fjarðarbyggð (Breiðdalsvík)
- Fjarðarbyggð (Mjóifjörður)
Umsóknargátt fyrir byggðakvóta
Eyðublað fyrir
staðfestingu á vinnslusamning
Leiðbeiningar:
Sækja skal um byggðakvóta í gegnum gáttina hér að ofan. Til þess að opna umsóknareyðublaðið þarf að nota kennitölu og íslykil útgerðarinnar. Fylla skal út allar upplýsingar sem beðið er um.
Staðfesting á samningi um vinnslu afla skal vera undirritaður og staðfestur af sveitarfélagi.
Staðfestingu á vinnslusamningi skal skila sem fylgiskjali í umsóknargátt á sama tíma og sótt er um byggðakvóta.
Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi þar sem við á.
Umsókn og vinnslusamning er skilað í gegnum rafrænu umsóknargáttina.
Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2020