Tilkynningar
Byggðakvóti, vilyrði og frestun úthlutunar
Hér má sjá skiptingu vilyrða fyrir byggðakvóta 2019/2020 fyrir:- Tálknafjörð
- Ísafjarðarbæ (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdal og Ísafjörð)
- Súðavíkurhrepp (Súðavík)
- Fjallabyggð (Siglufjörð og Ólafsfjörð)
- Akureyrarkaupstað (Grímsey og Hrísey)
- Dalvíkurbyggð (Dalvík, Árskógssand og Hauganes)
Skipting vilyrða fyrir byggðakvóta í byggðarlögum skv. auglýsingu IV
Kærufrestur er ekki liðinn fyrir Flateyri, Siglufjörð og Ólafsfjörð.Fiskistofa mun úthluta byggðakvóta til báta í hinum ofannefndu byggðarlögunum í samræmi við stöðu mótframlags þeirra nú eftir helgina.
Þar sem langt er liðið á fiskveiðiárið má ætla að margir hafi hug á að úthlutun byggðakvótans flytjist yfir á nýtt fiskveiðiár 2020/2021 sem hefst 1. september nk.
Við hvetjum allar útgerðir sem vilja fresta úthlutun yfir á nýtt fiskveiðiár til að senda okkur þegar í stað tölvupóst þar um á fiskistofa@fiskistofa.is