Tilkynningar

Engin skeyti vegna umframafla

2.10.2018

Þann 1. október, hættu símskeytasendingar á Íslandi.

Þar með hætti Fiskistofa sendingu símskeyta þegar upplýsingar stofnunarinnar benda til þess að skip hafi veitt umfram aflaheimildir sínar.

Útgerðir eru hvattar til að gera samning um að fá tilkynningar um umframafla í tölvupósti

Með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan geta útgerðir gert samning við Fiskistofu um að

fá sendar með tölvupósti tilkynningar um umframaflastöðu þeirra skipa sem þær gera út.

Beiðni útgerðar um sendingu tilkynninga um umframaflastöðu í tölvupósti


Veiðar í umframafla geta leitt til sviptingar og að afli teljist ólöglegur

Ef útgerð kýs að fá ekki senda tilkynningu frá Fiskistofu um umframaflastöðu skipa sinna með tölvupósti mun Fiskistofa ekki tilkynna viðkomandi útgerð um umframaflastöðu.

Sé skipi haldið til veiða í umframaflastöðu og útgerð hefur ekki þegið tilkynningu um umframaflastöðu skipa sinna frá Fiskistofu í tölvupósti skv. 14. gr. laga nr. 57/1996 er litið svo á að til greina komi að áminna eða eftir atvikum svipta skipið leyfi til veiða í atvinnuskyni skv. 15. gr. laganna vegna brota á 2. mgr. 3. gr. laganna.

Í því tilfelli getur komið til áminningar eða sviptingar þó svo aflaheimildastaða viðkomandi skips hafi verið aukin þannig að afli skipsins á fiskveiðiárinu rúmist innan þeirra. Ef til sviptingar kemur er leyfið ekki veitt að nýju þegar aflaheimildir hafa verið auknar þannig að afli skipsins á fiskveiðiárinu rúmist innan þeirra heldur fer það skv. 2. mgr. 15. gr. laganna.


Nánari upplýsingar í eldri tilkynningu


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica