Tilkynningar

Frestur til að flytja hlutdeildir

25.7.2017

Í 3. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 630/2016, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017, er kveðið á um frest til að flytja aflahlutdeildir milli skipa.

Samkvæmt ofangreindu reglugerðarákvæði og með hliðsjón af stjórnsýslulögum verða umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflahlutdeilda og krókaaflahlutdeilda milli skipa, ásamt fullnægjandi fylgigögnum, að hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 31. júlí 2017, eigi flutningurinn að hafa áhrif á úthlutun fiskveiðiársins 2017/2018.


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica