Tilkynningar

Fyrirspurnir varðandi bókhald

16.1.2019

Fiskistofa leitar sífellt leiða til að gera betur og auka skilvirkni.  Nýverið voru yfirfarin þjónustuloforð Fiskistofu en þau má sjá hér.  Símatími varðandi reikninga er breyttur frá því sem áður var og verður hér eftir frá  klukkan 10 til 12. Á öðrum tímum er mögulegt að senda tölvupóst á bokhald@fiskistofa.is  og verður brugðist við þeim þegar tækifæri gefst.  Við bendum jafnframt á að inn á Island.is geta aðilar m.a. séð reikninga sem snúa að þeirra rekstri og leyst því sjálfir úr hluta þeirra fyrirspurna sem símtölin snúa að.

Markmiðið með þessum breytingum er að nýta tíma starfsfólks betur þannig að þegar upp er staðið getum við veitt enn betri þjónustu.


Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica