Tilkynningar

Makrílveiðileyfi

23.4.2018

Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um makrílveiðileyfi í UGGA   og geta allir sem hafa úthlutun í makríl sótt um veiðileyfi þar.

Sú breyting hefur orðið á reglugerð um makríl að nú eru veiðileyfi ekki takmörkuð við skip með úthlutun og því geta öll skip sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni sótt um leyfi.

Skip sem ekki hafa fengið úthlutun í makríl þurfa áður en sótt er um að óska eftir því við Fiskistofu að skipið sé stofnað í þeim flokki sem sækja á um í. Ósk um það skal berast á makrill@fiskistofa.is. Þegar svar hefur borist um að skipið hafi verið stofnað í makrílveiðiflokki er hægt að sækja um veiðileyfi í UGGA.


 


Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica