Tilkynningar

Hlutdeildir og aflamark í hlýra

17.10.2018

Fiskistofa úthlutaði til bráðabirgða 80% aflamarks í hlyra á grundvelli hlutdeilda við upphaf yfirstandandi fiskveiðiárs. Í vikunni 22. til 26. október mun Fiskistofa póstleggja tilkynningar til viðkomandi útgerða um heildarúthlutun í hlýra og birta hlutdeildir og aflamark í  hlýra á vef stofnunarinnar.


Hér má sjá lista yfir hlutdeild og aflamark einstakra skipa eins og heildarúthlutunin í hlýra lítur út - listinn er birtur með fyrirvara um breytingar sem kynnu að eiga sér stað.

Hlutdeildir og úthlutun aflamarks í hlýra


Athygli er vakin á að við endurskoðun á úthlutuninni breyttust hlutdeildir allra skipa svolítið þannig að tölurnar eru ekki þær sömu og birtar voru við  80% úthlutunina. 

Ef  menn rekast á villur eða óska  frekari skýringa er mikilvægt að vera í sambandi núna fyrir helgina - enda er formlegur athugasemdafrestur útrunninn. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar á fiskistofa@fiskistofa.is.

Um kvótasetningu hlýrans

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 776/2018 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 (aflamark hlýra).

Reglugerðin felur það í sér að hlýri er kvótasettur. 

Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2018/2019 í hlýra er 1.001 tonn.

Í 2. gr. reglugerðarinnar segir m.a. svo um úthlutun aflahlutdeilda í hlýra:

Fyrir upphaf fiskveiðiársins 2018/2019, skal fiskiskipum, sem aflareynslu hafa í hlýra innan íslenskrar fiskveiðilögsögu, á fiskveiðitímabilinu 16. ágúst 2015 til 15. ágúst 2018, úthlutað aflahlutdeild í hlýra á grundvelli veiði­reynslu þeirra, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um stjórn fiskveiða. Fyrirmæli 3. mgr. 9. gr. laganna gilda við úthlutunina.


Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica