Tilkynningar

Hlutdeildir og aflamark í makríl

8.8.2019

Með bráðabirgðaákvæði I í reglugerð 605/2019 um veiðar á makríl, með síðari breytingum, ber Fiskistofu að úthluta aflahlutdeildum til skipa með aflareynslu í makríl. Í lok júni úthlutaði Fiskistofa til bráðabirgða 80% aflamarks í makríl á grundvelli áætlaðra hlutdeilda og útgerðir höfðu frest til 10. júlí s.l. til að gera athugasemd við úthlutunina. Að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust þá hefur Fiskistofa nú úthlutað aflahlutdeildum og aflamarki til skipa. Í næstu viku mun Fiskistofa póstleggja tilkynningar til viðkomandi útgerða um heildarúthlutun. 

Hér má sjá lista yfir hlutdeild einstakra skipa í makríl - listinn er birtur með fyrirvara um villur. 
 
Hlutdeildir og úthlutun aflamarks í makríl

Millifærslur á makríl 

Samhliða úthlutun mun Fiskistofa opna fyrir millifærslur á aflahlutdeildum og aflamarki í makríl. Hægt verður að óska eftir millifærslum frá og með föstudeginum 9. ágúst. Ekki hefur verið opnað fyrir rafrænar millifærslur og því verða millifærslur á makríl að berast á netfangið millifaerslur@fiskistofa.is á þar til gerðum eyðublöðum. 

Eyðublöð fyrir millifærslur  

Um kvótasetningu makríls 

Samkvæmt reglugerð 605/2019 um veiðar á makríl, með síðari breytingum, skal úthluta hlutdeild hlutfallslega til skipa byggt tíu bestu aflareynsluárum skipsins í makríl á tímabilinu 2008 til 2018. Við úthlutun hefur Fiskistofa tekið tillit til flutnings á viðmiðun aflareynslu í samræmi við 3. mgr. 9. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 

Reglugerðin felur í sér að hlutdeildir skipa falla í A-flokk til skipa sem hafa veiðireynslu í með öðrum veiðarfærum en línu og handfærum og í B-flokk til skipa sem hafa veiðireynslu með línu og handfærum. Ef skip hefur veiðireynslu í báðum flokkum skal hlutdeild skipsins taka mið af þeim flokk sem skipið stundaði síðast veiðar í. 

Samkvæmt reglugerðinni skal úthluta 127.307 tonnum af makríl til skipa með hlutdeildir árið 2019. 


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica