Jöfnum skiptum í makríl hafnað
Fiskistofa hefur á undanförnum dögum synjað fjölmörgum beiðnum um millifræslur
í makríl þar sem jöfn skipti á makríl og botnfiski komu við sögu.
Stofnunin
telur að flutningur sé óheimill þegar útgerð krókaaflamarksbáts sem hefur makrílheimildir
í A-flokki hyggst láta af hendi heimildir í botnfiski í krókaaflamarki í
skiptum fyrir makríl til aflamarksskips sem býr yfir makrílheimildum í
B-flokki. Það er meginregla að aflamark í krókaaflamarkskerfinu verður ekki flutt í aflamarkskerfið.
Fiskistofa hefur nú lokið skoðun á óafgreiddum og óstaðfestum beiðnum um millifærslur í makríl og tekið afstöðu til þeirra. Fáeinar millifærslur þar sem makríll kom við sögu og staðfestar voru af Fiskistofu í kringum mánaðamótin eru nú til skoðunar og íhugar stofnunin að afturkalla staðfestingu á þeim færslum í samræmi við stjórnsýslulög.
Afstaða og vinna Fiskistofu í þessu máli hefur byggst á leiðbeiningu sem fram kom í bréfi atvinnuvega- og nýsköpnarráðuneytisins sem barst Fiskistofu 20. september sl.
Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til Fiskistofu 20. sept. 2019