Tilkynningar

Kolmunnaveiðar

23.10.2017

Að gefnu tilefni minnir Fiskistofa á  að í reglugerð nr. 300/2017 um togveiðar á kolmunna árið 2017 er m.a. eftirfarandi tekið fram:

Af leyfilegum heildarafla er einungis heimilt að veiða 218.000 lestir í lögsögu Færeyja. Þannig takmarkast það magn sem hvert skip má veiða í lögsögu Færeyja við 82,5% af aflamarki skipsins í kolmunna.

Fiskistofa hvetur  útgerðir og skipstjórnarmenn að huga vel að aflastöðunni í kolmunna hjá sér og tryggja að veiðin í færeyskri lögsögu fari ekki umfram 82,5% aflaheimildanna.

Kerfi Fiskistofu geta ekki fylgst með þessu atriði í rauntíma og fer því eftirlit með stöðu skipanna fram með handunninni gagnavinnslu. Það er því þeim mun mikilvægara að útgerðir og skipstjórar fylgist með stöðu sinni sjálfir.

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica