Tilkynningar

Kvótasetning hlýra

29.8.2018

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 776/2018 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 (aflamark hlýra).

Reglugerðin felur það í sér að hlýri er kvótasettur. 

Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2018/2019 í hlýra er 1.001 tonn.

Í 2. gr. reglugerðarinnar segir m.a. svo um úthlutun aflahlutdeilda í hlýra:

Fyrir upphaf fiskveiðiársins 2018/2019, skal fiskiskipum, sem aflareynslu hafa í hlýra innan íslenskrar fiskveiðilögsögu, á fiskveiðitímabilinu 16. ágúst 2015 til 15. ágúst 2018, úthlutað aflahlutdeild í hlýra á grundvelli veiði­reynslu þeirra, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um stjórn fiskveiða. Fyrirmæli 3. mgr. 9. gr. laganna gilda við úthlutunina.

Fiskistofa hefur póstlagt tilkynningar til viðkomandi útgerða um bráðabirgðaúthlutun í hlýra.

Hér má sjá lista yfir hlutdeild og aflamark einstakra skipa sem úthlutað hefur verið aflamarki til bráðabirgða - listinn er því birtir með fyrirvara um breytingar sem kynnu að eiga sér stað.

Bráðabirgðaúthlutun aflamarks í hlýra

Frestur til að gera athugasemdir er til 1. október 2018

Útgerðarmenn hafa frest til 1. október 2018 til að koma á framfæri við Fiskistofu athugasemdum varðandi aflatölur sem liggja til grundvallar aflahlutdeild. Einnig er hægt að óska eftir að tilllit sé tekið til tilfærslu á viðmiðun aflareynslu í samræmi við 3. mgr. 9 gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða með síðari breytingum fyrir sömu tímamörk.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar með pósti eða sendar á fiskistofa@fiskistofa.is. Nauðsynlegt er að athugasemdum um vantalinn afla fylgi vigtarnótur eða önnur sambærileg gögn.

Að loknum ofangreindum fresti sem útgerðarmenn hafa til að koma að andmælum varðandi aflatölur á viðmiðunartímabili verður endanleg úthlutun aflahlutdeildar ákveðin.

Fiskistofa mun eigi síðar en 1. nóvember 2018 senda útgerðarmönnum tilkynningu um endanlega aflahlutdeild í hlýra.

Allar nánari upplýsingar veitir Óttar Erlingsson hjá Fiskistofu í síma 569-7900.Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica