Tilkynningar

Makrílveiðar á alþjóðlegu hafsvæði

12.8.2019

Fiskistofa vekur athygli útgerða á að sé ætlunin að veiða makríl utan landhelgi á svæðum sem heyra undir Norðuaustur Atlantshafs Fiskveiðiráðið (NEAFC) er nauðsynlegt að tilkynna það til Fiskistofu með tölvupósti  á fiskistofa@fiskistofa.is án tafar. 

Fiskistofa þarf að  tilkynna til NEAFC um þau íslensk skip sem er heimilt að veiða makríl á stöðum eins og "síldarsmugunni" ef  veiðarnar  eiga að teljast löglegar samkvæmt samþykktum NEAFC.

Áður en makríllinn var hlutdeildasettur annaðist Fiskistofa þessa skráningu við útgáfu veiðileyfis fyrir viðkomandi skip.  Nú þegar ekki eru gefin út sérstök makrílveiðileyfi er nauðsynlegt að tilkynning  um fyrirhugaðar  veiðar á alþjóðlegu hafsvæði berist Fiskistofu.

Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica