Tilkynningar

Meiri upplýsingar: úthlutun í makríl

3.7.2019

Fiskistofa vekur athygli útgerða sem eiga skip með veiðireynslu í makríl á að þau eiga að hafa fengið bréf með upplýsingum um veiðireynslu hvers skips ásamt bráðabirgðaúthlutun á hlutdeild  og aflamarki í makríl 2019. Bréfin  voru póstlögð á sl. þriðjudag og ættu því að vera að berast viðkomandi um þessar mundir.

Upplýsingar um villu í úthlutuninni

Því miður leyndist villa í úthlutuninni  sem  áður hafði verið birt á vefnum og send var út í bréfunum sem að ofan er getið. Í skjalinu hér að neðan má  sjá leiðréttar tölur yfir bráðabirgðaúthlutun á hlutdeildum  og alfamarki í makríl 2019. Dálkur með leiðréttum hlutdeildum er skyggður með lit og  til hægri við hann eru hlutdeildirnar sem voru rangar svo hægt sé að átta sig á  breytingunni. Athugið að bráðabirgðaúthlutunin sem fór fram 28. júní sl. byggði á þessum röngu hlutdeildum og er aflamarkið sem úthlutað var í samræmi við þær. Í skjalinu hé rað neðan eru tölur yfir úthlutun aflamarks eingöngu birtar leiðréttar. Aflareynslan 2008 til 2018 er óbreytt bæði í bréfunum og í skjalinu nema í því eina tilviki sem orsakaði villuna.

Villan lá í því að flutningur á veiðireynslu eins stórs aflaskips hafði ekki skilað sér inn í útreikningana. Það leiddi til þess að heilaraflinn sem miðað er við var of lágur. Ekki eru vísbendingar um að veiðireynsla annarra skipa hafi misreiknast.

Frávikið í úthlutun hlutdeila og aflamarks sem villan veldur er ekki af þeirri stærðargráðu að ástæða sé til að breyta bráðabirgðaúthutuninni sem þegar hefur farið fram.  Þetta verður leiðrétt þegar endanleg úthlutun fer fram, eigi síðar en 10. ágúst nk.

Leiðbeiningar um yfirferð á úthlutun hlutdeildar til einstakra skipa

Útreikningur á hlutdeld fiskiskips út frá veiðireynslu fer þannig fram að afli 10 bestu aflaáranna á tímabilinu 2008 til 2018 er lagður saman og deilt er í með samtölu afla 10 bestu aflaára hvers skips fyrir sig sem  býr að veiðireynslu á tímabilinu 2008 til 2018. Þá fæst út  hlutdeildin sem er hlutfallstala (prósenta). Eins og gildir um allar hlutdeildir í íslenska kvótakerfinu eru notaðir 7 aukastafir.

Þessi samanlagða aflatala alls flotans á tímabilinu 2008 til 2018, sem byggist á heildarafla 10 bestu makrílveiðiára hvers skips um sig er: 1.530.552.279 kg.

Hlutdeild hvers fiskiskips í makríl fæst með því að taka samanlagðan makrílafla skipsins í kg á 10 bestu veiðiárum þess og deila í með 1.530.552.279.

Leiðrétt yfirlit yfir bráðabirgðaúthlutun í makríl (Excel)

Yfirlit yfir eigendur og skip með veiðireynslu í makríl ásamt upplýsingum um veiðireynslu þeirra og bráðabirgðaúthlutun á hlutdeildum og aflamarki

Fiskistofa biðst innilega afsökunar á mistökunum og þeim ruglingi  og óþægindum sem þau kynnu að hafa valdið.

Skip sem fengu úthlutað hlutdeild í makríl en ekki aflamarki

Öllum hlutdeildum í makríl hefur verið úthlutað til bráðabirgða á skip á grundvelli veiðireynslu. Sérstaklega er bent er á að nokkrum fjölda skipa var ekki úthlutað aflamarki til bráðabirgða.

Eigendur skipa sem þannig er ástatt um eiga þrjá kosti: 
  • Sé  skipið  afskráð eða farið úr eigu viðkomandi og þar með um breytingu á skipakosti að ræða getur eigandi óskað eftir flutningi á veiðireynslu skipsins á annað skip.
  • Sé ekki um slíka breytingu á skipakosti að ræða getur eigandi óskað eftir á flutningi á hlutdeild skipsins á annað skip.
  • Hægt  kann að vera að virkja almennt veiðileyfi á skipið í gegnum Ugga.
Aðgerðir sem þessar þurfa að eiga sér stað í síðasta lagi 10. júlí til þess að aflamarki 2019 sem tengist  viðkomandi hlutdeild í makríl verði úthlutað endanlega þegar lokaákvörðun um skiptingu aflahlutdeilda liggur fyrir eigi síðar en 10. ágúst. Að öðrum kosti mega viðkomandi búast við að aflamarki verði ekki úthlutað ´´a grundvelli hlutdeildarinnar sem um ræðir.

Flutningur á veiðireynslu í makríl

Þegar  breytingar hafa orðið á skipastól er heimilt að flytja veiðireynslu skips sem hverfur úr skipastól eiganda yfir  á annað skip.  Hér er eyðublað  til  að óska eftir fllutningi á skipastól í slíkum tilvikum:

Umsókn um heimild til flutnings viðmiðunar aflareynslu af makrílveiðum milli skipa


Flutningur á hlutdeild í makríl

Útgerðir geta fært  hlutdeildir milli skipa þannig að tekið verði tillit til þeirra færslna við endanlega úthlutun hlutdeilda og aflamarks 2019. Skv. reglugerð mun Fiskistofa gera það eigi síðar en 10. ágúst nk.

Útgerðir þurfa þá að senda á fiskistofa@fiskistofa.is beiðni um hlutdeildafærslu ásamt fylgigögnum fyrir 10. júlí nk.  Tekið verður gjald skv. gjaldskrá fyrir hlutdeildarfærslur.

Upplýsingar og fylgigögn sem skila þarf inn koma fram í  eyðublaðinu sem  nota skal:

Umsókn um flutning aflahlutdeilda

Umsókn um flutning krókaaflahlutdeilda

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica