Tilkynningar

Þjónustustig hjá Fiskistofu

29.5.2015

Starfsfólk Fiskistofu reynir eftir fremsta megni að svara erindum og afgreiða mál eins og skjótt og auðið er. Engu að síður þykir rétt að kynna eftirfarandi viðmið um afgreiðslutíma hjá Fiskistofu:

 • Afgreiðsla veiðileyfa*- allt að 3 virkir dagar frá móttöku umsóknar
 • Millifærslur*  ekki er hægt að tryggja að millifærsla eigi sér stað samdægurs
 • Útgáfa vottorða*
 1. Veiting aðgangs að rafrænum vottorða- og þjónustukerfum (veiðivottorð, heilbrigðisvottorð, Uggi) – allt að 2 virkir dagar
 2. Rafræn veiðivottorð vegna útflutnings sjávarafurða – sjálfsafgreiðsla viðskiptavina (hafi þeir aðgang að kerfinu)*
 3. Vinnsluvottorð og CITES-vottorð – afgreidd samdægurs berist þau fyrir kl 12:00 þriðjudaga til föstudaga – þau eru ekki afgreidd á mánudögum
 • Útgáfa og endurnýjun vigtunarleyfa – afgreiðslutími ein vika
 • Aðstoð og leiðbeiningar - einn virkur dagur:
 1. Notendaþjónusta við afladagbækur
 2. Byggðakvóti, strandveiðar, grásleppuveiðar o.fl.
 3. Línuívilnun
 4. Ugginn, aðstoð við notendur
 • Upplýsingar og aðstoð vegna reikninga milli kl 13:00 – 16:00 virka daga
 • Öflun gagna úr gagnagrunnum Fiskistofu og upplýsingaveitaallt að 3 virkir dagar

*  Fyrirvari: Falli afgreiðslu- eða þjónustubeiðni ekki í almennan flokk eða komi upp tæknileg vandkvæði í kerfum Fiskistofu getur afgreiðsla tekið lengri tíma.


Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica