Tilkynningar

Laust starf sviðsstjóra

6.10.2020

Fiskistofa óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf sviðsstjóra þjónustu- og upplýsingasviðs á Akureyri.

Um fullt starf er að ræða og er ráðið í starfið frá áramótum. Starfið heyrir undir fiskistofustjóra og mun viðkomandi sitja í yfirstjórn Fiskistofu.


Nánari upplýsingar

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2020.

Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.

Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Hildur Ösp Gylfadóttir (hildur.o.gylfadottir@fiskistofa.is) í síma 569 7900.
Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica