Tilkynningar
Línuívilnun heimil aftur
Með reglugerð 145/2021 um (3.) breytingu á reglugerð nr. 729/2020, um línuívilnun hefur tímabilum línuívilnunar verið breytt og skv. reglugerðinni hófst þriðja tímabil línuívilnunar fiskveiðiársins frá og með 12. febrúar sl. Því hefur verið opnað fyrir línuívilnun aftur og tekið verður tillit til breyttra reglna við útreikning landana frá 12. febrúar.