Tilkynningar

Framsal aflamarks

7.2.2011

Þar sem í upphafi núverandi fiskveiðiárs tóku gildi nýjar reglur um framsal aflamarks, hefur Fiskistofa útbúið nýja upplýsingasíðu sem sýnir heimild til framsals aflamarks einstakra fisktegunda. Á síðunni koma fram upplýsingar um úthlutun þeirra tegunda, sem fiskveiðiárinu tilheyra og er úthlutunin reiknuð til þorskígilda, en helmingur þeirrar stærðar er framseljanlegur innan þeirra tegunda. Þá koma upplýsingar ef um hefur verið að ræða framsal á grundvelli breytingar á skipskosti (umfram heimildir). Neikvæð millifærsla er það magn, sem flutt hefur verið frá skipinu í einstökum tegundum, sem úthlutað var í. Það er reiknað til þorskígilda og dregið frá framsalsheimildinni og mismunurinn er eftirstöðvar framsalsheimildar.

Í aftasta dálkinum eru upplýsingar um jákvæða millifærslu (flutt til viðkomandi skips), en það er heimilt að flytja aftur frá skipinu í viðkomandi tegund.

Framsalsheimildarsíða er aðgengileg á slóðinni Forsíða > Veiðar > Aflastaða > Einstök skip > Aflamark (Krókaflamark) eða Úthafsaflamark Síðan birtist þegar valið er fiskveiðiártalið 1011 og áfram Einnig birtist síðan fyrir fiskveiðiártalið 0910 úthafsaflamark. Fyrir fyrri fiskveiðiártalið birtist eldri framsetning á gögnum.
Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica